Keppni
Kokkur Ársins 2017 í dag – Hráefnið uppljóstrað – Myndir og vídeó – Úrslit kynnt í kvöld: Kokkur Ársins 2017 og Framreiðslu-, og Matreiðslunemi ársins 2017
Fimm manna úrslitakeppni í Kokkur ársins keppninni fer fram í Hörpu í dag laugardaginn 23. september.
Þeir fimm keppendur sem munu keppa um titilinn Kokkur ársins 2017:
- Bjarni Viðar Þorsteinsson – Sjávargrillið
- Garðar Kári Garðarsson – Deplar Farm / Strikið
- Hafsteinn Ólafsson – Sumac Grill + Drinks
- Rúnar Pierre Heriveaux – Grillið Hótel Saga
- Víðir Erlingsson – Bláa Lónið
Keppendur elda 3ja rétta matseðil úr svokallaðir leyni körfu sem þeir fengu að vita í gærkvöldi:
Forréttur
Keppendur skulu nota heilan skötusel, fersk ígulker og ferska hörpuskel
Aðalréttur
Keppendur útfæra sína 2017 útgáfu af klassíska réttinum “Önd Orange”.
Keppendur fá 2 heilar Franskar Barberie endur sem skylduhráefni.
Eftirréttur
Keppendur skulu nota frosin íslensk aðalbláber, Cacao Barry mjólkursúkkulaði 38% og gríska jógúrt.
Aðalatriðið í eftirréttinum verður að vera borið fram heitt.
Keppendur hafa svo 5 klst til að undirbúa matinn.
Myndir
Með fylgja myndir þegar hráefnið var uppljóstrað í gærkvöldi.
Húsið er opið fyrir alla gesti kl: 12 – 18, eftir það er einungis opið fyrir gesti sem hafa tryggt sér miða á kvöldverð samhliða keppninni þar sem Gummi Ben, Eyþór Ingi og landsliðið munu sjá um stemninguna.
Í gær föstudaginn 22. september fór fram í Hörpu úrslitakeppni nema í matreiðslu og framreiðslu um titilinn framreiðslu og matreiðslunemi ársins 2017. Sigahæstu nemarnir í keppninni koma til með að taka þátt í Norrænu nemakeppninni sem fer fram í Kaupmannahöfn dagana 20 – 21 apríl 2018.
Vídeó
Denis Grbic Kokkur ársins 2016 myndar hér úrslitakeppni Matreiðslu- og Framreiðslunema 2017:
[fbvideo link=“https://www.facebook.com/Veitingageirinn.is/videos/1580725711990941/“ width=“500″ height=“400″ onlyvideo=“1″]
Úrslit verða kynnt í kvöld úr keppnunum Kokkur ársins 2017 og Framreiðslu og Matreiðslunemi ársins 2017 við hátíðlega athöfn.
Myndir: facebook / Kokkur ársins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun21 klukkustund síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun20 klukkustundir síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Frétt3 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt3 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Keppni5 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux