Vertu memm

Keppni

Kokkalandsliðið sýnir kalda borðið í Smáralindinni á morgun 1. okt.

Birting:

þann

Kokkalandsliðið - Logo -ISLKokkalandsliðið sýnir keppnisrétti fyrir Ólympíuleika í matreiðslu í flokknum „Kalt borð/Culinary art“ í Smáralindinni á morgun laugardaginn 1. október frá klukkan 12:00 – 17:00.

Kokkalandsliðið keppir á Ólympíuleikum í matreiðslu í Þýskalandi 21.- 26. október.

Skoðið sérvef Kokkalandsliðsins með því að smella hér.

Uppfært: 30/09 2016, kl. 12:44 – Fréttatilkynning frá Kokkalandsliðinu

Önnur keppnisgreinin er kalt borð eða Culinary Art Table þar sem sýndir eru yfir 30 réttir. Borðið er sannkallað listaverk þar sem hvert smáatriði hefur verið hugsað í þaula. Liður í æfingarferlinu er að flytja réttina milli staða þannig að þeir haldi fullkomnu útliti sínu enda þurfa þeir að vera til sýnis í margar klukkustundir á keppnisstað. Nú gefst landsmönnum kostur á að skoða keppnisborðið þegar kokkarnir stilla því upp til sýnis í Smáralind laugardaginn 1. október kl. 12-17.

Ólympíuleikarnir í matreiðslu, IKA Culinary Olympics, er stærsta matreiðslukeppni landsliða í heiminum og jafnframt sú mest krefjandi. Keppnin á sér yfir 100 ára sögu og er haldin á fjögurra ára fresti. Í keppninni mætast margir af færustu kokkum heims frá um 50 löndum. Liðin koma með hluta af hráefni með sér að heiman, auk ýmissa tækja og tóla sem þarf á keppnisstað. Keppt er í tveimur greinum, köldu borði og heitum mat. Það lið sem nær hæstu samanlögðum stigum verður Ólympíumeistari.

 

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið