Vertu memm

Keppni

Kokkalandsliðið býður upp á metnaðarfullan keppnismatseðil í kvöld

Birting:

þann

Þráinn og Viktor við undirbúning

Þráinn og Viktor við undirbúning

Undirbúningur Kokkalandsliðsins fyrir Heimsmeistaramótið í matreiðslu sem fram fer á næsta ári hefst með styrktarkvöldverði liðsins í Bláa lóninu í kvöld föstudaginn 18. október. Þar býður Kokkalandsliðið upp á metnaðarfullan keppnismatseðil þar sem íslenskt hráefni er í öndvegi.

Styrktarkvöldverðurinn er fyrsta skrefið í undirbúningi liðsins til að vera í stakk búið að halda merki íslenskrar matreiðslu á lofti í komandi keppni. Markmið Kokkalandsliðsins er að skapa öfluga liðsheild sem hefur getu til að keppa meðal færustu matreiðslumeistara heimsins auk þess að vera leiðandi í að efla fagmennsku og áhuga á matargerð, segir í fréttatilkynningu.

Kokkalandsliðið ætlar að bjóða upp á fimm rétta matseðil með þessum réttum:

Steinbítskinnar hægeldaðar í kryddjurtaolíu með jarðskokkum, stökku brauði og fáfnisgrasi.

Grafinn lax og hörpuskel með skelfisksósu, spergilkáli, byggi, dilli og hrognum.

Epla- og seljurótarseyði borið fram með vatnakarsa og heslihnetum.

Lambahryggsvöðvi og – tunga með lambasoðsgljáa ásamt kartöflusmælki, villtum sveppum, sýrðum laukum, bakaðri gulrót og sítrónublóðbergi.

Skyr frá Erpsstöðum og birki-brioche með hvítsúkkulaði, rabarbara og hnetusmjöri.

Veislunni stjórnar Örn Árnason leikari. Boðið verður upp á söngatriði með þeim Matta Matt og Magna Ásgeirssyni. Kvöldverðurinn hefst kl. 19.00 og kostar 20 þúsund krónur.

Hægt er að horfa á þá Viktor, Bjarna og Hákon í Íslandi í dag með því að smella hér, þar sem fjallað er um styrktarkvöldverðinn.

 

Mynd: aðsend.

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið