Keppni
Kokkalandsliðið býður upp á metnaðarfullan keppnismatseðil í kvöld
Undirbúningur Kokkalandsliðsins fyrir Heimsmeistaramótið í matreiðslu sem fram fer á næsta ári hefst með styrktarkvöldverði liðsins í Bláa lóninu í kvöld föstudaginn 18. október. Þar býður Kokkalandsliðið upp á metnaðarfullan keppnismatseðil þar sem íslenskt hráefni er í öndvegi.
Styrktarkvöldverðurinn er fyrsta skrefið í undirbúningi liðsins til að vera í stakk búið að halda merki íslenskrar matreiðslu á lofti í komandi keppni. Markmið Kokkalandsliðsins er að skapa öfluga liðsheild sem hefur getu til að keppa meðal færustu matreiðslumeistara heimsins auk þess að vera leiðandi í að efla fagmennsku og áhuga á matargerð, segir í fréttatilkynningu.
Kokkalandsliðið ætlar að bjóða upp á fimm rétta matseðil með þessum réttum:
Steinbítskinnar hægeldaðar í kryddjurtaolíu með jarðskokkum, stökku brauði og fáfnisgrasi.
Grafinn lax og hörpuskel með skelfisksósu, spergilkáli, byggi, dilli og hrognum.
Epla- og seljurótarseyði borið fram með vatnakarsa og heslihnetum.
Lambahryggsvöðvi og – tunga með lambasoðsgljáa ásamt kartöflusmælki, villtum sveppum, sýrðum laukum, bakaðri gulrót og sítrónublóðbergi.
Skyr frá Erpsstöðum og birki-brioche með hvítsúkkulaði, rabarbara og hnetusmjöri.
Veislunni stjórnar Örn Árnason leikari. Boðið verður upp á söngatriði með þeim Matta Matt og Magna Ásgeirssyni. Kvöldverðurinn hefst kl. 19.00 og kostar 20 þúsund krónur.
Hægt er að horfa á þá Viktor, Bjarna og Hákon í Íslandi í dag með því að smella hér, þar sem fjallað er um styrktarkvöldverðinn.
Mynd: aðsend.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn21 klukkustund síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10