Keppni
Kokkalandsliðið býður upp á metnaðarfullan keppnismatseðil í kvöld
Undirbúningur Kokkalandsliðsins fyrir Heimsmeistaramótið í matreiðslu sem fram fer á næsta ári hefst með styrktarkvöldverði liðsins í Bláa lóninu í kvöld föstudaginn 18. október. Þar býður Kokkalandsliðið upp á metnaðarfullan keppnismatseðil þar sem íslenskt hráefni er í öndvegi.
Styrktarkvöldverðurinn er fyrsta skrefið í undirbúningi liðsins til að vera í stakk búið að halda merki íslenskrar matreiðslu á lofti í komandi keppni. Markmið Kokkalandsliðsins er að skapa öfluga liðsheild sem hefur getu til að keppa meðal færustu matreiðslumeistara heimsins auk þess að vera leiðandi í að efla fagmennsku og áhuga á matargerð, segir í fréttatilkynningu.
Kokkalandsliðið ætlar að bjóða upp á fimm rétta matseðil með þessum réttum:
Steinbítskinnar hægeldaðar í kryddjurtaolíu með jarðskokkum, stökku brauði og fáfnisgrasi.
Grafinn lax og hörpuskel með skelfisksósu, spergilkáli, byggi, dilli og hrognum.
Epla- og seljurótarseyði borið fram með vatnakarsa og heslihnetum.
Lambahryggsvöðvi og – tunga með lambasoðsgljáa ásamt kartöflusmælki, villtum sveppum, sýrðum laukum, bakaðri gulrót og sítrónublóðbergi.
Skyr frá Erpsstöðum og birki-brioche með hvítsúkkulaði, rabarbara og hnetusmjöri.
Veislunni stjórnar Örn Árnason leikari. Boðið verður upp á söngatriði með þeim Matta Matt og Magna Ásgeirssyni. Kvöldverðurinn hefst kl. 19.00 og kostar 20 þúsund krónur.
Hægt er að horfa á þá Viktor, Bjarna og Hákon í Íslandi í dag með því að smella hér, þar sem fjallað er um styrktarkvöldverðinn.
Mynd: aðsend.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Keppni19 klukkustundir síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt2 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati