Keppni
Kokkalandsliðið býður upp á metnaðarfullan keppnismatseðil í kvöld
Undirbúningur Kokkalandsliðsins fyrir Heimsmeistaramótið í matreiðslu sem fram fer á næsta ári hefst með styrktarkvöldverði liðsins í Bláa lóninu í kvöld föstudaginn 18. október. Þar býður Kokkalandsliðið upp á metnaðarfullan keppnismatseðil þar sem íslenskt hráefni er í öndvegi.
Styrktarkvöldverðurinn er fyrsta skrefið í undirbúningi liðsins til að vera í stakk búið að halda merki íslenskrar matreiðslu á lofti í komandi keppni. Markmið Kokkalandsliðsins er að skapa öfluga liðsheild sem hefur getu til að keppa meðal færustu matreiðslumeistara heimsins auk þess að vera leiðandi í að efla fagmennsku og áhuga á matargerð, segir í fréttatilkynningu.
Kokkalandsliðið ætlar að bjóða upp á fimm rétta matseðil með þessum réttum:
Steinbítskinnar hægeldaðar í kryddjurtaolíu með jarðskokkum, stökku brauði og fáfnisgrasi.
Grafinn lax og hörpuskel með skelfisksósu, spergilkáli, byggi, dilli og hrognum.
Epla- og seljurótarseyði borið fram með vatnakarsa og heslihnetum.
Lambahryggsvöðvi og – tunga með lambasoðsgljáa ásamt kartöflusmælki, villtum sveppum, sýrðum laukum, bakaðri gulrót og sítrónublóðbergi.
Skyr frá Erpsstöðum og birki-brioche með hvítsúkkulaði, rabarbara og hnetusmjöri.
Veislunni stjórnar Örn Árnason leikari. Boðið verður upp á söngatriði með þeim Matta Matt og Magna Ásgeirssyni. Kvöldverðurinn hefst kl. 19.00 og kostar 20 þúsund krónur.
Hægt er að horfa á þá Viktor, Bjarna og Hákon í Íslandi í dag með því að smella hér, þar sem fjallað er um styrktarkvöldverðinn.
Mynd: aðsend.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Keppni2 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona