Viðtöl, örfréttir & frumraun
KM 50 ára – Hundruði frétta um Klúbb matreiðslumeistara hér á fréttasíðunni – Myndir
Ófáar fréttir og myndir hafa verið skrifaðar síðustu 25 ár hér á freisting.is/veitingageirinn.is um Klúbb Matreiðslumeistara sem fagnar 50 ára afmæli í dag.
Haldið verður upp á afmæli Klúbbs Matreiðslumeistara í dag, 9. september milli 18:00 og 21:00 á Hilton Hótel Nordica, þar sem boðið verður upp á léttar veitingar, myndasýningu, ræður og gleði.
Klúbbur matreiðslumeistara (sjá fréttayfirlit hér) rekur Kokkalandsliðið (sjá fréttayfirlit hér) og heldur keppnina um Kokk ársins (sjá fréttayfirlit hér), auk fjölda annarra verkefna sem miða að eflingu matarmenningu okkar Íslendinga.
Að auki er hægt að sjá fréttayfirlit hér, um Klúbb matreiðslumeistara á Norðurlandi.
Í gagnagrunni veitingageirans eru þó fleiri KM fréttir sem eru ekki merktar þeim flokkum sem hér eru taldir upp.
Með fylgja nokkrar myndir frá starfi KM sem birst hafa með í fréttum.

Viðburðurinn: Eldað fyrir Ísland – Samstarf á milli Klúbbs matreiðslumeistara og Rauða kross Íslands – Árið 2014

Kokkalandsliðið 2013
Talið efst frá vinstri: Hákon Már Örvarsson faglegur framkvæmdastjóri, Bjarni Siguróli Jakobsson Slippbarnum, Þráinn Freyr Vigfússon Kolabrautinni, Axel Clausen Fiskmarkaðnum, Þorkell Sigríðarson VOX, Daníel Cochran Kolabrautinni, Garðar Kári Garðarsson Fiskfélaginu, Fannar Vernharðsson VOX, Ylfa Helgadóttir Kopar, Viktor Örn Andrésson Lava, Hafsteinn Ólafsson Grillinu, María Shramko meistari í sykurskreytingum

Verðlaunahafar í Matreiðslumaður ársins 2012
F.v. Garðar Kári Garðarsson (3. sæti), Bjarni Siguróli Jakobsson (1. sæti) og Hafsteinn Ólafsson (2. sæti)

Fyrsta Kokkalandslið Íslands – Árið 1978.
F.v. Sigurvin Gunnarsson, Gísli Thoroddsen og Hilmar B. Jónsson
Myndir: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn5 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn2 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni










