Viðtöl, örfréttir & frumraun
KM 50 ára – Hundruði frétta um Klúbb matreiðslumeistara hér á fréttasíðunni – Myndir
Ófáar fréttir og myndir hafa verið skrifaðar síðustu 25 ár hér á freisting.is/veitingageirinn.is um Klúbb Matreiðslumeistara sem fagnar 50 ára afmæli í dag.
Haldið verður upp á afmæli Klúbbs Matreiðslumeistara í dag, 9. september milli 18:00 og 21:00 á Hilton Hótel Nordica, þar sem boðið verður upp á léttar veitingar, myndasýningu, ræður og gleði.
Klúbbur matreiðslumeistara (sjá fréttayfirlit hér) rekur Kokkalandsliðið (sjá fréttayfirlit hér) og heldur keppnina um Kokk ársins (sjá fréttayfirlit hér), auk fjölda annarra verkefna sem miða að eflingu matarmenningu okkar Íslendinga.
Að auki er hægt að sjá fréttayfirlit hér, um Klúbb matreiðslumeistara á Norðurlandi.
Í gagnagrunni veitingageirans eru þó fleiri KM fréttir sem eru ekki merktar þeim flokkum sem hér eru taldir upp.
Með fylgja nokkrar myndir frá starfi KM sem birst hafa með í fréttum.

Viðburðurinn: Eldað fyrir Ísland – Samstarf á milli Klúbbs matreiðslumeistara og Rauða kross Íslands – Árið 2014

Kokkalandsliðið 2013
Talið efst frá vinstri: Hákon Már Örvarsson faglegur framkvæmdastjóri, Bjarni Siguróli Jakobsson Slippbarnum, Þráinn Freyr Vigfússon Kolabrautinni, Axel Clausen Fiskmarkaðnum, Þorkell Sigríðarson VOX, Daníel Cochran Kolabrautinni, Garðar Kári Garðarsson Fiskfélaginu, Fannar Vernharðsson VOX, Ylfa Helgadóttir Kopar, Viktor Örn Andrésson Lava, Hafsteinn Ólafsson Grillinu, María Shramko meistari í sykurskreytingum

Verðlaunahafar í Matreiðslumaður ársins 2012
F.v. Garðar Kári Garðarsson (3. sæti), Bjarni Siguróli Jakobsson (1. sæti) og Hafsteinn Ólafsson (2. sæti)

Fyrsta Kokkalandslið Íslands – Árið 1978.
F.v. Sigurvin Gunnarsson, Gísli Thoroddsen og Hilmar B. Jónsson
Myndir: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn4 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn2 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn3 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt2 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðanOpnunartími hjá Nathan um hátíðarnar










