Vertu memm

Keppni

Klúbbur matreiðslumeistara kynnir Kokkalandsliðið 2021-2022

Birting:

þann

Kokkalandsliðið 2021-2022

Kokkalandsliðið 2021-2022

Klúbbur matreiðslumeistara sem á og rekur Kokkalandsliðið hefur valið landsliðshópinn sem tekur þátt í næsta heimsmeistaramóti í matreiðslu. Fremstu matreiðslumenn heims munu þyrpast til Lúxemborg í nóvember 2022 þar sem mótið verður haldið. Hópur sem valin hefur verið samanstendur af reynsluboltum í keppnismatreiðslu og öflugum nýliðum öll með mikinn metnað til að ná langt í faginu.

Ari Þór Gunnarsson er þjálfari liðsins, hann hefur mikla keppnis og þjálfunar reynslu, hann hefur keppt í Kokkur ársins og var meðlimur í Kokkalandsliðinu sem keppti á Heimsmeistaramótinu 2014 og 2018. Ari var aðstoðarþjálfari fyrir Norrænu nemakeppnina 2011 og 2012 en var svo aðalþjálfari 2013 og 2014 með góðum árangri.

Ari Þór Gunnarsson er þjálfari Kokkalandsliðsins

Ari Þór Gunnarsson er þjálfari Kokkalandsliðsins

„Hópurinn er öflugur og verkefnið er spennandi, í krefjandi keppni eins og heimsmeistaramóti er mörg atriði sem hafa áhrif á lokaniðurstöðuna. Það er verkefni mitt og hópsins að einbeitta okkur að því að vera með allt uppá 10.“

sagði Ari þegar hann var spurður hvernig verkefnið legðist í hann. Hópurinn hefur þegar hafið æfingar og mun æfa stíft næstu 18 mánuði.

Ísak Aron Jóhannsson

Ísak Aron Jóhannsson

„Það keppa fyrir Íslands hönd með Íslenskt hágæðahráefni í forgrunni er ótrúlega spennandi og hlítur að vera draumur hvers matreiðslumanns.“

Segir Ísak Aron landsliðsmaður en þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann æfir fyrir stórmót því hann var meðlimur í Kokkalandsliðinu sem náði þriðja sætinu á Ólympíuleikunum í Stuttgart í febrúar á síðasta ári.

Kokkalandsliðið 2021-2022

Kokkalandsliðið 2021-2022

Hópurinn samanstendur af þessu níu matreiðslumönnum.

Aron Gísli Helgason Rub 23 Akureyri

Gabríel Kristinn Bjarnason aðstoðarmaður Bocuse d´or

Garðar Aron Guðbrandsson Mötuneyti Símans

Erla Þóra Bergmann Pálmadóttir Fjallkonan

Ísak Aron Jóhannsson Lux veitingar og Sælkerabúðin

Ísak Darri Þorsteinsson Lux veitingar og Sælkerabúðin

Jakob Zarioh Baldvinsson Sumac

Sindri Guðbrandur Sigurðsson Héðinn Kitchen & Bar

Sveinn Steinsson Mötuneyti Efla verkfræðistofa

Þórir Erlingsson

Þórir Erlingsson

„Það verður spennandi að fylgjast með þessum hóp næstu mánuðina.  Það að fylgjast með metnaðarfullum matreiðslumönnum vinna með Íslenskt hráefni og þróa rétti sem eiga möguleika á stóra sviði keppnismatreiðslunnar væri ekki hægt nema fyrir velvilja styrktaraðila okkar“

segir Þórir Erlingsson Forseti Klúbbs matreiðslumeistara.

Kokkalandsliðið heldur úti síðum á samfélagsmiðlum sem og heimasíðu. Á Instagram er það @icelandicculinaryteam á Facebook er það Kokkalandsliðið og heimasíðan er www.kokkalandslidid.is

Myndir: aðsendar

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss
  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.

Mest lesið