Viðtöl, örfréttir & frumraun
Klúbbur matreiðslumeistara fagnaði alþjóðlega kokkadeginum í gær
KM félagar fögnuðum alþjóðlega kokkadeginum 20. október með því að bjóða sjúklingum og starfsfólki Grensásdeildar upp á þriggja rétta hádegisverð. Þetta var verðugt og gefandi verkefni sem við fengum frábærar viðtökur við.
Matargestir voru afar þakklátir fyrir framtakið og tilbreytinguna í daglegu starfi á deildinni og fengum við góðar kveðjur frá öllu því frábæra fólki sem þar er í endurhæfingu sem og starfsfólkinu.
Við viljum þakka þeim fjölmörgu sem löggðu hönd á plóg til að þetta mætti takast eins vel og raunin varð og var framkvæmdin Klúbbi matreiðslumeistara og félögum klúbbsins til mikils sóma. Fulltrúi Beinverndar var einnig á staðnum og dreifði fræðslubæklingum en KM og Beinvernd hafa verið í samstarfi mörg undanfarin ár 20. október sem einnig er alþjóðlegur beinverndardagur.
Matseðill Grensásdeildar á alþjóðlega kokkadeginum 2009
Spergilkálssmaukúpa með broddkúmeni og kóreander
borin fram með kryddjurtarjóma
Steikt langa með pressuðu kartöflusmælki, bygg-quinoa ragú,
gufusoðnum gulrótum og fennelsósu
Mangó-skyrterta með ávaxtasalati
Fyrir hönd stjórnar KM
Hafliði Halldórsson
Mynd: Guðjón Þór Steinsson
-
Bocuse d´Or6 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt3 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn2 dagar síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Markaðurinn1 dagur síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi
-
Keppni3 dagar síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis
-
Uppskriftir14 klukkustundir síðanÞetta elduðu flestir. Vinsælustu uppskriftir Veitingageirinn.is á árinu






