Viðtöl, örfréttir & frumraun
Klúbbur matreiðslumeistara fagnaði alþjóðlega kokkadeginum í gær
KM félagar fögnuðum alþjóðlega kokkadeginum 20. október með því að bjóða sjúklingum og starfsfólki Grensásdeildar upp á þriggja rétta hádegisverð. Þetta var verðugt og gefandi verkefni sem við fengum frábærar viðtökur við.
Matargestir voru afar þakklátir fyrir framtakið og tilbreytinguna í daglegu starfi á deildinni og fengum við góðar kveðjur frá öllu því frábæra fólki sem þar er í endurhæfingu sem og starfsfólkinu.
Við viljum þakka þeim fjölmörgu sem löggðu hönd á plóg til að þetta mætti takast eins vel og raunin varð og var framkvæmdin Klúbbi matreiðslumeistara og félögum klúbbsins til mikils sóma. Fulltrúi Beinverndar var einnig á staðnum og dreifði fræðslubæklingum en KM og Beinvernd hafa verið í samstarfi mörg undanfarin ár 20. október sem einnig er alþjóðlegur beinverndardagur.
Matseðill Grensásdeildar á alþjóðlega kokkadeginum 2009
Spergilkálssmaukúpa með broddkúmeni og kóreander
borin fram með kryddjurtarjóma
Steikt langa með pressuðu kartöflusmælki, bygg-quinoa ragú,
gufusoðnum gulrótum og fennelsósu
Mangó-skyrterta með ávaxtasalati
Fyrir hönd stjórnar KM
Hafliði Halldórsson
Mynd: Guðjón Þór Steinsson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanEigandi Sjávarsetursins gagnrýnir harðlega meintan mismun Suðurnesjabæjar á fyrirtækjum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni4 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Markaðurinn4 dagar síðanRýmingarsala á nokkrum línum frá BONNA
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanDiageo losar um eignir – Kína ekki lengur forgangsmarkaður
-
Uppskriftir2 dagar síðanÓmissandi með þorramatnum – Ljúffeng heimagerð rófustappa






