Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Klúbbur matreiðslumeistara fagnaði alþjóðlega kokkadeginum í gær

Birting:

þann

Bjarki Hilmarsson matreiðslumeistari afgreiðir hér girnilegan aðalrétt til
starfsfólk Grensásdeildar

KM félagar fögnuðum alþjóðlega kokkadeginum 20. október með því að bjóða sjúklingum og starfsfólki Grensásdeildar upp á þriggja rétta hádegisverð.  Þetta var verðugt og gefandi verkefni sem við fengum frábærar viðtökur við.

Matargestir voru afar þakklátir fyrir framtakið og tilbreytinguna í daglegu starfi á deildinni og fengum við góðar kveðjur frá öllu því frábæra fólki sem þar er í endurhæfingu sem og starfsfólkinu.

Við viljum þakka þeim fjölmörgu sem löggðu hönd á plóg til að þetta mætti takast eins vel og raunin varð og var framkvæmdin Klúbbi matreiðslumeistara og félögum klúbbsins til mikils sóma.  Fulltrúi Beinverndar var einnig á staðnum og dreifði fræðslubæklingum en KM og Beinvernd hafa verið í samstarfi mörg undanfarin ár 20. október sem einnig er alþjóðlegur beinverndardagur.

Matseðill Grensásdeildar á alþjóðlega kokkadeginum 2009

Spergilkálssmaukúpa með broddkúmeni og kóreander
borin fram með kryddjurtarjóma

Steikt langa með pressuðu kartöflusmælki, bygg-quinoa ragú,
gufusoðnum gulrótum og fennelsósu

Mangó-skyrterta með ávaxtasalati

Fyrir hönd stjórnar KM
Hafliði Halldórsson

Mynd: Guðjón Þór Steinsson

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið