Uppskriftir
Klassískt heitt rúllubrauð
Heitt rúllutertubrauð með skinku og aspas. Eitt af þessum sívinsælu heitu rúllutertubrauðum sem eru einföld og góð.
Borga sig að gera strax 2 stk því þau klárast strax.
1 rúllutertubrauð
1 dós sveppaostur
½ dós aspas
250 gr skinka
2 eggjahvítur þeyttar
2 msk majones
rifinn ostur
- Velgið sveppaostinn og þynnið með aspassafanum, kælið blönduna
- Skerið skinku og aspas í bita og blandið saman við ostinn.
- Smyrjið blöndunni á rúllutertubrauðið og rúllið því upp.
- látið samskeytin snúa niður…
…smyrjið þeyttu eggjahvítunni yfir og bakið brauðið í 15 mín við 180°C.
Höfundur er Ingunn Mjöll Sigurðardóttir hjá islandsmjoll.is
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn7 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni2 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn6 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn1 dagur síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya










