Uppskriftir
Kjúklingaschnitzel með kartöflusmælki og hvítlaukssósu – Heimilismatur eins og hann gerist bestur
Ómótstæðilegt stökkt kjúklingaschnitzel með hvítlaukssósu og kartöflusmælki.
Heimilismatur eins og hann gerist bestur en tekinn aðeins lengra með panko brauðraspi sem er stökkari en hefðbundinn brauðraspur sem skilar mun betri hjúp á kjúklinginn og kartöflusalati byggðu á kartöflusalatinu hans Wolfgang Puck.
Fyrir 2:
Kjúklingabringur, 2 stk / Litlar bringur helst. Ef bringurnar eru stórar og þykkar er best að skera þær í tvennt langsum eftir miðjunni. Þannig mun eldunartíminn verða styttri og jafnari.
Egg, 1 stk
Dijon sinnep, 0,5 msk
Panko raspur, 1,5-2 dl
Hvítvínsedik, 1 msk
Kartöflusmælki, 350 g
Hvítlaukur, 3 lítil rif
Timian ferskt, 2 g
Klettasalat, 20 g
Smátómatar, 60 g
Vínber, 60 g
Sítróna, 1 stk
Japanskt majónes, 3 msk
Sýrður rjómi, 3 msk
- Hrærið saman majónes, sýrðan rjóma og ½ pressað hvítlauksrif. Smakkið til með salti og ½ hvítlauksrifi til viðbótar ef þarf. Geymið í kæli.
- Týnið timianlaufin af greinunum og saxið smátt. Hrærið hvítvínsediki saman við saxað timian, 1 tsk sykur og 0,5 msk ólífuolíu. Geymið.
- Pískið saman egg, sinnep og 1 msk af vatni. Dreifið panko raspi yfir grunnan disk og 0,5 dl af hveiti yfir annan grunnan disk.
- Leggið kjúklingabringu á milli tveggja laga af bökunarpappír. Lemjið með flötum kjöthamri eða litlum potti þar til kjúklingurinn er um 1 cm að þykkt. Saltið og piprið á báðum hliðum. Endurtakið með restina af kjúklingnum.
- Skerið kartöflur í tvennt og leggið í pott með 2 hvítlauksrifjum. Hyljið með vatni og saltið rausnarlega. Náið upp suðu og sjóðið þar til kartöflurnar eru mjúkar í gegn, sirka 10 mín. Sigtið vatnið frá kartöflunum og setjið kartöflurnar í skál með timianblöndunni og blandið vel saman. Geymið.
- Dýfið hverri sneið af kjúkling á báðum hliðum í hveitið, því næst í eggjablönduna og látið mesta vökvann renna af. Þrýstið kjúklingnum að lokum í panko raspinn og leggið til hliðar.
- Setjið rúmlega 1 cm lag af hitaþolinni olíu, td avocado olíu á pönnu og hitið þar til olían er farin að titra/glitra. Steikið 2 sneiðar af schnitzel í einu í 2-3 mín á hvorri hlið eða þar til raspurinn er orðinn fallega gylltur og kjúklingurinn hvítur í gegn og fulleldaður.
- Leggið schnitzelið á disk eldhúspappírsklæddan disk til þerris.
- Sneiðið tómata og vínber. Skerið sítrónu í sneiðar. Setjið tómata og vínber í skál með klettasalati, skvettu af ólífuolíu og kreistu af sítrónusafa.
- Skiptið kjúklingaschnitzel, kartöflum og salati á milli diska ásamt sítrónusneið. Berið fram með hvítlaukssósu.
Mynd og höfundur: Snorri Guðmundsson | Matur & Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun7 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt3 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun18 klukkustundir síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla