Markaðurinn
Kjúklingasalat með eggjanúðlum
Hráefni
700 gr Rose Poultry úrbeinuð kjúklingalæri
1 krukka Blue Dragon Hoi Sin sósa
1 stk lime
1 tsk Blue Dragon Minced Ginger, engifermauk
1 tsk Blue Dragon Minced Hot Chilli, chilimauk
½ dl Filippo Berio Extra Virgin ólífuolía
½ pakki Blue Dragon eggjanúðlur
1 box lambhagasalat
½ gul melóna
1 stk rauð paprika
2 stk appelsínur
fersk mynta
ferskt kóríander
Leiðbeiningar
1 – Byrjið á dressingunni. Blandið saman 1 dl af Hoi Sin sósunni, engifermaukinu, chilimaukinu og safa úr 1 stk lime, pískið ólífuolíunni saman við.
2 – Blandið restinni af Hoi Sin sósunni saman við kjúklingalærin.
3 – Sjóðið núðlurnar í 4-5 mínútur og kælið. Veltið upp úr hluta af dressingunni.
4 – Skerið grænmeti og ávexti í bita og raðið á stórt fat. Setjið núðlurnar í miðjuna.
5 – Grillið kjúklinginn í 10 mínútur eða þar til hann er fulleldaður.
6 – Leggið kjúklinginn ofan á núðurnar og hellið restinni af dressingunni yfir.
7 – Stráið myntu og kóríander yfir salatið.
Vídeó
SumarsalatSjá uppskrift hér: https://gerumdaginngirnilegan.is/uppskrift/sumarsalat-med-kjuklingalaerum-og-eggjanudlum/#salat #uppskrift #kjúklingur #RosePoultry #BlueDragon #grill #FilippoBerio
Posted by Gerum daginn girnilegan on Thursday, 13 September 2018
Mynd og uppskrift: www.gerumdaginngirnilegan.is
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn3 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn2 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn1 dagur síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Frétt1 dagur síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu






