Vertu memm

Keppni

Kjötmeistari Íslands er Jón Þorsteinsson

Birting:

þann

Kjötmeistari Íslands Jón Þorsteinsson

Kjötmeistari Íslands
Jón Þorsteinsson

Meistarafélag kjötiðnaðarmanna hélt í tíunda sinn fagkeppni meistarafélags kjötiðnaðarmanna í mars s.l.  Keppnin fór fram í Hótel og matvælaskólanum í Menntaskólanum í Kópavogi, en sama dag fór fram kynning á skólanum og iðngreinum sem þar eru kenndar.

Vörur í keppninni voru 143 og fengu 111 vörur verðlaun, þar af fengu 35% innsendra vara gullverðlaun, 29% fengu silfurverðlaun og 13% fengu bronsverðlaun. Vörurnar voru dæmdar í Hótel og matvælaskólanum og þar gafst gestum og gangandi tækifæri til að skoða og smakka innsendar vörur.

Það var síðan Jón Þorsteinsson kjötiðnaðarmaður hjá Sláturfélagi Suðurlands sem fékk flest stig samanlagt úr fimm stigahæstu vörum sínum og hreppti titilinn Kjötmeistari Íslands 2014.

Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um verðlaunin með því að pdf_icon smella hér.

Það var Björk Guðbrandsdóttir sem tók meðfylgjandi myndir sem teknar voru á verðlaunafhendingunni og eru birtar hér með góðfúslegu leyfi hennar:

 

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið