Keppni
Kjötmeistari Íslands er Jón Þorsteinsson
Meistarafélag kjötiðnaðarmanna hélt í tíunda sinn fagkeppni meistarafélags kjötiðnaðarmanna í mars s.l. Keppnin fór fram í Hótel og matvælaskólanum í Menntaskólanum í Kópavogi, en sama dag fór fram kynning á skólanum og iðngreinum sem þar eru kenndar.
Vörur í keppninni voru 143 og fengu 111 vörur verðlaun, þar af fengu 35% innsendra vara gullverðlaun, 29% fengu silfurverðlaun og 13% fengu bronsverðlaun. Vörurnar voru dæmdar í Hótel og matvælaskólanum og þar gafst gestum og gangandi tækifæri til að skoða og smakka innsendar vörur.
Það var síðan Jón Þorsteinsson kjötiðnaðarmaður hjá Sláturfélagi Suðurlands sem fékk flest stig samanlagt úr fimm stigahæstu vörum sínum og hreppti titilinn Kjötmeistari Íslands 2014.
Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um verðlaunin með því að
smella hér.
Það var Björk Guðbrandsdóttir sem tók meðfylgjandi myndir sem teknar voru á verðlaunafhendingunni og eru birtar hér með góðfúslegu leyfi hennar:
![]()
-
Bocuse d´Or7 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt4 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn3 dagar síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Markaðurinn2 dagar síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi
-
Keppni3 dagar síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis
-
Uppskriftir16 klukkustundir síðanÞetta elduðu flestir. Vinsælustu uppskriftir Veitingageirinn.is á árinu




































































