Vín, drykkir og keppni
Keppnin um Gyllta Glasið 2014 lauk í gær – Úrslit verða kynnt 20. maí
Nú er nýlokin keppnin um Gyllta Glasið 2014 sem var haldin í 10. sinn undir stjórn Vínþjónasamtaka Íslands. Í ár var verðflokkur vína í keppni frá 2.490 kr. til 3.500 kr, sá sami og var 2013 og máttu vínin koma frá öllum heiminum og völdu vínbirgjar vínin sem þeir lögðu til í þessa keppni.
Vínin voru smökkuð blint af sérstakri dómnefnd sem Vínþjónasamtökin boðuðu til á Hótel Hilton Nordica mánudaginn og þriðjudaginn 12. – 13. maí.
- Þorri, Sigmar & Gunnar Páll
- Teitur og Eymar
- Þessi kann að brosa en ekki spíta, nei hann kann það alveg
- Listmálarinn, vínsérfræðingurinn og lífsins kúnstner Þorri Hringsson
- Vínin
- Vínin
- Vínin
- Vínin
- Teitur @ fréttatíminn
- Stund milli stríða
- Rökræða í gangi
- Hróðmar og Sævar Le Gris.
Í ár skreyttum við dómarapanelinn með þekktum vínsérfræðingum, vínbirgjum, reyndum vínáhugamönnum innan veitingariðnaðarins ásamt kennurum við Hótel & matvælaskóla Íslands og eigum við í Vínþjónasamtökunum þeirra bestu þakkir fyrir þátttökuna í þetta mjög svo krefjandi verkefni.
Alls voru það 30 manns sem blindsmökkuðu og dæmdu vínin samkvæmt Parker skala. Yfirdómari var eins og fyrri ár Alba E H Hough margfaldur Íslandsmeistari vínþjóna ásamt sérstakri aðstoðarkonu sinni Sigrúnu Þormóðsdóttir og Ástþóri Sigurvinssyni og eiga þau endalausar þakkir fyrir að standa að stærstu og mest krefjandi blindmökkum sem fram fer á Íslandi ár hvert, svo má alls ekki gleyma Hilton Reykjavík Nordica fyrir þeirra hlut að útvega okkur fyrsta flokks aðstöðu, þjónustu og frábærum veitingum.
- Hjónakornin Kristjana & Óðinn
- Heimsmeistarinn Bárður Gunnlaugsson
- Gunni Palli á Vínbarnum er hraðasti blindsmakkari landsins
- Gunnar Rafn & Jóhann Marel
- Gísli & Óli í djúpum pælingum.
- Alba Yfirdómari fer yfir vínin.
- Alba Yfirdómari fer yfir vínin
Þátttakan í Gyllta glasinu í ár var frábær miðað við verðflokkinn, en alls skiluðu sér 113 vín til leiks frá 11 vínbirgjum og verða úrslit formlega tilkynnt ásamt smökkun þeirra á þriðjudaginn 20. maí n.k. á Vínbarnum klukkan 17.00 og hvetjum við alla þá sem komu að Gyllta Glasinu að mæta ásamt öðrum sem áhuga hafa.
f.h. Vínþjónasamtaka Íslands
Þorleifur Sigurbjörnsson
Ritari & gjaldkeri

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.