Keppni
Keppni um titilinn Matreiðslu-, og Framreiðslumaður og Ungkokkur Norðurlandanna hófst í morgun
Keppni er hafin Matreiðslumaður Norðurlandanna í Herning í Danmörku. Það eru þeir Sindri Guðbrandur Sigurðsson, Gabríel Kristinn Bjarnason sem keppa fyrir hönd Íslands í dag. Á sama tíma fer fram keppnin Framreiðslumaður Norðurlandanna en það er Steinar Bjarnarson sem er fulltrúi Íslands þar.
Sindri Guðbrandur tekur þátt í keppninni um matreiðslumann Norðurlandana en þar keppa sterkustu matreiðslumenn allra norðurlandana. Gabríel Kristinn keppir í keppninni um ungkokkur Norðurlandanna en eins og nafnið gefur til kynna er þetta keppni milli efnilegustu matreiðslumann á norðurlöndunum.
Steinar keppir svo um titilinn Framreiðslumaður Norðurlandana, en Klúbbur matreiðslumeistara hefur um árabil sent framreiðsluman í þessa keppni.
Mikil spenna er fyrir keppnina enda eru norrænu liðin meðal sterkustu liða heims síðustu ár og matreiðslumenn frá norðurlöndum raða sér yfirleit í öll efstu sæti alþjóðlegra keppna.
Sveinn Steinsson og Aþena Þöll kepptu í gær í “Nordic Green Chef” en það keppnisform var nýtt á Norðurlandamótinu í ár. Sjá má myndir frá þeirri keppni hér.
Myndir: Brynja Kr Thorlacius
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni5 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin