Markaðurinn
Karl K Karlsson lækkar verð
Karl K Karlsson hefur tekið til gagngerar endurskoðunar verð á áfengum vörum í sínu vöruvali og í kjölfarið lækkað verð á fjölmörgum tegundum af léttvínum og sterku áfengi. Helsta ástæða þessa verðbreytinga eru hagstæðari samningar við birgja og gengisstyrking krónunnar.
Þetta gildir bæði um tegundir í vöruvali ÁTVR sem og þeirra vara sem standa veitingamönnum til boða. Okkar von er sú að þessi lækkun skili sér beint til neytanda og muni stuðla að betra samstarfi við viðskiptavini okkar á veitingamarkaði.
Sem dæmi um verðlækkanir má nefna allt að 25% verðlækkun á premium tequila frá Patron, 13% verðlækkun á Valdo Prosecco og allt að 20% verðlækkun á nýsjálensku gæðavínunum frá Villa Maria.
Þetta er aðeins brot af þeim lækkunum sem orðið hefur á vöruvali og bendum við öllum á að kynna sér verðlistann okkar sem nú er aðgengilegur á heimasíðu okkar.
Mánaðarlega uppfærum við þennan lista og bætum oftar en ekki við spennandi tilboðum sem við viljum hvetja alla veitingamenn til að nýta sér sem og aðra viðskiptavini, en allar vörur er hægt að sérpanta í gegnum ÁTVR.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Markaðurinn5 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn4 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn5 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Keppni5 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu





