Vertu memm

Frétt

Kaka ársins í Bretlandi 2013 – Spurning til LABAK

Birting:

þann

Verðlaunaafhendingin um Köku ársins í Bretlandi 2013, fór fram 17 júlí þessa árs, á London Park Lane hótel, undir stjórn Will Torrent margverðlaunuðum skúkkulaði og eftirréttagerðarmanni.

Sú sem varð fyrir valinu var „Dome Chocolat et au Praline Feuillete“ frá bakaríinu“ Dunbar´s Dome“ í Dunbar Skotlandi.

Sá sem ræður þar ríkjum heitir Ross Baxter og má til gamans geta þess að þeir unnu líka keppnina um bestu bakarís kökuna.

kaka_arsins_2013_UK3Hægt er að kaupa kökuna í bakaríinu og kostar stykkið 3,55 pund.

Hér að neðan getur að líta listann yfir verðlaunin sem veitt voru:

  • Bake at Home Cake – The Half-Baked Cake Company, Lemon & Lime Drizzle Cake
  • Bakery Shop Cake – The Bakery Dunbar, Dome Chocolat et au Praline Feuillete
  • Celebration/Novelty Cake – Fleur de Sel, House Dark Chocolate Cake
  • Freefrom Cake – Aulds Delicious Desserts, Gluten-free Belgian Chocolate Cheesecake
  • Supermarket Cake – Morrisons Heavenly Red Velvet Cake by Claire Clark
  • Tea Room Cake – Yauatcha, Chocolate and Raspberry Rose and The Garden Café’s Apricot and Coconut Cake
  • Cake of the Year – The Bakery Dunbar, Dome Chocolat et au Praline Feuillete

Spurning til landsambands bakarameistara (LABAK), hvort ekki sé komin tími á að kaka ársins á Íslandi sé einnig gerð í skammtastærð því þannig er það í Danmörku og svona er það í Bretlandi?

Myndir: fengnar af netinu

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið