Smári Valtýr Sæbjörnsson
Kaffihúsið Bakkabræður á Dalvík – Veitingarýni
Á Dalvík er lítið kaffihús sem heitir Bakkabræður í höfuðið á bræðrunum þremur, Gísla, Eiríki og Helga, sem urðu frægir að endemum og sagt er frá í Þjóðsögum.
Bakkabræður er staðsett í Sigtúni í Hafnarbraut á Dalvík þar sem boðið er upp á morgunmat, fiskisúpu í hádeginu og kvöld, kökur, brauð svo fátt eitt sé nefnt.
Það eru Kristín Aðalheiður Símonardóttir og Bjarni Gunnarsson sem sjá um kaffihúsið Bakkabræður, en þau reka einnig ferðaþjónustu á Dalvík og bjóða upp á gistingu í Gimli sem er 250 fermetra steinsteypt hús í miðjum bænum rétt ofan við höfnina, gistingu í þremur 15 fermetra smáhýsum og svo „Gamli bærinn“ glæsilegt hús sem var byggt árið 1914 og endurbyggt áramótin 2008 og 2009.
Fréttamaður veitingageirans var staddur í Dalvík nú á dögunum ásamt fjölskyldu og var ákveðið að kíkja í morgunmatinn hjá Bakkabræðrum. Þegar komið var inn, þá tók á móti þægilegt andrúmsloft, bros, gott viðmót starfsmanna sem útskýrðu hvað er innifalið í morgunverðahlaðborðinu.
Hlaðborðið inniheldur þetta hefbundna morgunkorn, súrmjólk, djúsa svo fátt eitt sé nefnt, en það sem vakti athygli var að boðið er upp á fíflasíróp með fjallagrösum, heimabakað bjórbrauð, nýbakaðar flatkökur ásamt áleggi og fleira.
Smakkaðist allt saman alveg frábærlega, þó var fíflasírópið og bjórbrauðið ekki alveg að höfða til allra, en engu að síður mjög gott.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun8 klukkustundir síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt2 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 klukkustundir síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt2 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Keppni4 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi