Smári Valtýr Sæbjörnsson
Kaffihúsið Bakkabræður á Dalvík – Veitingarýni
Á Dalvík er lítið kaffihús sem heitir Bakkabræður í höfuðið á bræðrunum þremur, Gísla, Eiríki og Helga, sem urðu frægir að endemum og sagt er frá í Þjóðsögum.
Bakkabræður er staðsett í Sigtúni í Hafnarbraut á Dalvík þar sem boðið er upp á morgunmat, fiskisúpu í hádeginu og kvöld, kökur, brauð svo fátt eitt sé nefnt.

Bjarni vert á Gísla, Eiríki og Helga ræðir hér við gesti og útskýrir hvað er innifalið í morgunverðahlaðborði

Njáll Björgvinsson kaffibarþjónn kennir starfsfólkinu á kaffivélina sem nýlega hafði verið keypt
á staðinn
Það eru Kristín Aðalheiður Símonardóttir og Bjarni Gunnarsson sem sjá um kaffihúsið Bakkabræður, en þau reka einnig ferðaþjónustu á Dalvík og bjóða upp á gistingu í Gimli sem er 250 fermetra steinsteypt hús í miðjum bænum rétt ofan við höfnina, gistingu í þremur 15 fermetra smáhýsum og svo „Gamli bærinn“ glæsilegt hús sem var byggt árið 1914 og endurbyggt áramótin 2008 og 2009.
Fréttamaður veitingageirans var staddur í Dalvík nú á dögunum ásamt fjölskyldu og var ákveðið að kíkja í morgunmatinn hjá Bakkabræðrum. Þegar komið var inn, þá tók á móti þægilegt andrúmsloft, bros, gott viðmót starfsmanna sem útskýrðu hvað er innifalið í morgunverðahlaðborðinu.
Hlaðborðið inniheldur þetta hefbundna morgunkorn, súrmjólk, djúsa svo fátt eitt sé nefnt, en það sem vakti athygli var að boðið er upp á fíflasíróp með fjallagrösum, heimabakað bjórbrauð, nýbakaðar flatkökur ásamt áleggi og fleira.
Smakkaðist allt saman alveg frábærlega, þó var fíflasírópið og bjórbrauðið ekki alveg að höfða til allra, en engu að síður mjög gott.

-
Keppni3 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Frétt5 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna2 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata