Smári Valtýr Sæbjörnsson
Kaffihúsið Bakkabræður á Dalvík – Veitingarýni
Á Dalvík er lítið kaffihús sem heitir Bakkabræður í höfuðið á bræðrunum þremur, Gísla, Eiríki og Helga, sem urðu frægir að endemum og sagt er frá í Þjóðsögum.
Bakkabræður er staðsett í Sigtúni í Hafnarbraut á Dalvík þar sem boðið er upp á morgunmat, fiskisúpu í hádeginu og kvöld, kökur, brauð svo fátt eitt sé nefnt.
Það eru Kristín Aðalheiður Símonardóttir og Bjarni Gunnarsson sem sjá um kaffihúsið Bakkabræður, en þau reka einnig ferðaþjónustu á Dalvík og bjóða upp á gistingu í Gimli sem er 250 fermetra steinsteypt hús í miðjum bænum rétt ofan við höfnina, gistingu í þremur 15 fermetra smáhýsum og svo „Gamli bærinn“ glæsilegt hús sem var byggt árið 1914 og endurbyggt áramótin 2008 og 2009.
Fréttamaður veitingageirans var staddur í Dalvík nú á dögunum ásamt fjölskyldu og var ákveðið að kíkja í morgunmatinn hjá Bakkabræðrum. Þegar komið var inn, þá tók á móti þægilegt andrúmsloft, bros, gott viðmót starfsmanna sem útskýrðu hvað er innifalið í morgunverðahlaðborðinu.
Hlaðborðið inniheldur þetta hefbundna morgunkorn, súrmjólk, djúsa svo fátt eitt sé nefnt, en það sem vakti athygli var að boðið er upp á fíflasíróp með fjallagrösum, heimabakað bjórbrauð, nýbakaðar flatkökur ásamt áleggi og fleira.
Smakkaðist allt saman alveg frábærlega, þó var fíflasírópið og bjórbrauðið ekki alveg að höfða til allra, en engu að síður mjög gott.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt3 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Keppni4 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Innnes um jólahátíðina 2024
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Veitingageirinn í jólaskapi