Starfsmannavelta
Kaffi Emil lokar
Síðasti opnunardagur Kaffi Emils í Grundarfirði verður næstkomandi föstudag, 25. október. Undanfarin þrjú og hálft ár hafa mæðgurnar Olga Sædís Aðalsteinsdóttir og Elsa Fanney Grétarsdóttir átt veg og vanda að rekstri kaffihússins, með aðstoð eiginmanna sinna, þeirra Grétars Höskuldssonar og Markúsar Inga Karlssonar.
Olga sagði í samtali við Skessuhorn.is að nú hefðu þrjú af fjórum snúið sér að öðrum verkefnum. Hún hafi rekið kaffihúsið áfram undanfarin misseri en tekið ákvörðun um að föstudagurinn 25. október yrði síðasti dagurinn sem opið verður á Kaffi Emil.
![Kaffi Emil í Grundarfirði](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2019/10/kaffi-emil-2.jpg)
Á kaffihúsinu var boðið upp á tertur, íslenskar hnallþórur, flatkökur með hangikjöti, ýmsa smárétti, reyktan lax, Quiche, salöt, tapasrétti, kaffidrykki og margt fleira
Myndir: facebook / Kaffi Emil
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt2 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Keppni3 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Vín, drykkir og keppni13 klukkustundir síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Frétt3 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé