Vertu memm

Kokkalandsliðið

Jón bakari bauð upp á 20 metra afmælisköku í tilefni stórafmæli Fjarðar

Birting:

þann

Fjörður Verslunarmiðstöð - 20 ára

Jón Rúnar Arilíusson er bakari-, og konditor.
Á árunum 1994 – 1998 starfaði Jón með Kokkalandsliðinu fyrst á HM í Lúxemborg árið 1994, síðan á Ólympíuleikunum í Berlín árið 1996 og svo aftur á HM í Lúxemborg árið 1998. Á þessum tíma vann liðið til tveggja gullverðlauna, eins silfurs verðlauna og tveggja bronsverðlauna.

20 ára stórafmæli verslunarmiðstöðvarinnar Fjarðar í Hafnarfirði var haldið þann 27. nóvember sl. og sennilega hafa aldrei komið fleiri í Fjörð á einum degi, en nokkur þúsund manns sem tóku þátt í hátíðarhöldunum.

Margrét Eir, Páll Rósinkrans, Flensborgarkórinn, Karlakórinn Þrestir skemmtu gestum og buðu verslanir upp á afmælistilboð og þar á meðal bauð Jón Rúnar Arilíusson eigandi Kökulist upp á 20 metra afmælisköku sem var Belgísk súkkulaðiterta með Hindberja mousse og skreytt með sykurmassa og ítölskum marens.

Fjörður Verslunarmiðstöð - 20 ára

Skornar voru um 4000 sneiðar af kökunni

Fjörður Verslunarmiðstöð - 20 ára

Guðmundur Bjarni Harðarson framkvæmdastjóri Fjarðar, Vigdís Grétarsdóttir í Skóhöllinni og Jón Rúnar Arilíusson bakari og eigandi Kökulist

Fjörður Verslunarmiðstöð - 20 ára

Fjörður Verslunarmiðstöð - 20 ára

Fleiri myndir er hægt að skoða með því að smella hér og hér á facebook síðu Kökulist.

 

Myndir: Guðni Gíslason / Fjarðarpósturinn – bæjarblað Hafnfirðinga

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið