Kokkalandsliðið
Jón bakari bauð upp á 20 metra afmælisköku í tilefni stórafmæli Fjarðar

Jón Rúnar Arilíusson er bakari-, og konditor.
Á árunum 1994 – 1998 starfaði Jón með Kokkalandsliðinu fyrst á HM í Lúxemborg árið 1994, síðan á Ólympíuleikunum í Berlín árið 1996 og svo aftur á HM í Lúxemborg árið 1998. Á þessum tíma vann liðið til tveggja gullverðlauna, eins silfurs verðlauna og tveggja bronsverðlauna.
20 ára stórafmæli verslunarmiðstöðvarinnar Fjarðar í Hafnarfirði var haldið þann 27. nóvember sl. og sennilega hafa aldrei komið fleiri í Fjörð á einum degi, en nokkur þúsund manns sem tóku þátt í hátíðarhöldunum.
Margrét Eir, Páll Rósinkrans, Flensborgarkórinn, Karlakórinn Þrestir skemmtu gestum og buðu verslanir upp á afmælistilboð og þar á meðal bauð Jón Rúnar Arilíusson eigandi Kökulist upp á 20 metra afmælisköku sem var Belgísk súkkulaðiterta með Hindberja mousse og skreytt með sykurmassa og ítölskum marens.

Guðmundur Bjarni Harðarson framkvæmdastjóri Fjarðar, Vigdís Grétarsdóttir í Skóhöllinni og Jón Rúnar Arilíusson bakari og eigandi Kökulist
Fleiri myndir er hægt að skoða með því að smella hér og hér á facebook síðu Kökulist.
Myndir: Guðni Gíslason / Fjarðarpósturinn – bæjarblað Hafnfirðinga

-
Keppni2 dagar síðan
Þessir fimm keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2025 – Grænmetiskokkur ársins fer fram á morgun
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins – Spennandi helgi framundan
-
Keppni2 dagar síðan
Fréttavaktin: Forkeppni um Kokk ársins 2025
-
Keppni1 dagur síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna komið til Parísar – Heimsmeistaramótið framundan
-
Keppni7 klukkustundir síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni
-
Keppni4 dagar síðan
Reykjavík Cocktail Week: Sjö dagar af kokteilum, stemningu og viðburðum – Hátíðin fer fram 31. mars – 6. apríl