Kokkalandsliðið
Jón bakari bauð upp á 20 metra afmælisköku í tilefni stórafmæli Fjarðar

Jón Rúnar Arilíusson er bakari-, og konditor.
Á árunum 1994 – 1998 starfaði Jón með Kokkalandsliðinu fyrst á HM í Lúxemborg árið 1994, síðan á Ólympíuleikunum í Berlín árið 1996 og svo aftur á HM í Lúxemborg árið 1998. Á þessum tíma vann liðið til tveggja gullverðlauna, eins silfurs verðlauna og tveggja bronsverðlauna.
20 ára stórafmæli verslunarmiðstöðvarinnar Fjarðar í Hafnarfirði var haldið þann 27. nóvember sl. og sennilega hafa aldrei komið fleiri í Fjörð á einum degi, en nokkur þúsund manns sem tóku þátt í hátíðarhöldunum.
Margrét Eir, Páll Rósinkrans, Flensborgarkórinn, Karlakórinn Þrestir skemmtu gestum og buðu verslanir upp á afmælistilboð og þar á meðal bauð Jón Rúnar Arilíusson eigandi Kökulist upp á 20 metra afmælisköku sem var Belgísk súkkulaðiterta með Hindberja mousse og skreytt með sykurmassa og ítölskum marens.

Guðmundur Bjarni Harðarson framkvæmdastjóri Fjarðar, Vigdís Grétarsdóttir í Skóhöllinni og Jón Rúnar Arilíusson bakari og eigandi Kökulist
Fleiri myndir er hægt að skoða með því að smella hér og hér á facebook síðu Kökulist.
Myndir: Guðni Gíslason / Fjarðarpósturinn – bæjarblað Hafnfirðinga
![]()
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn1 dagur síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn1 dagur síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn4 dagar síðanDesembertilboð fyrir veitingageirann með allt að 45 prósenta afslætti
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn10 klukkustundir síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?








