Kokkalandsliðið
Jón bakari bauð upp á 20 metra afmælisköku í tilefni stórafmæli Fjarðar

Jón Rúnar Arilíusson er bakari-, og konditor.
Á árunum 1994 – 1998 starfaði Jón með Kokkalandsliðinu fyrst á HM í Lúxemborg árið 1994, síðan á Ólympíuleikunum í Berlín árið 1996 og svo aftur á HM í Lúxemborg árið 1998. Á þessum tíma vann liðið til tveggja gullverðlauna, eins silfurs verðlauna og tveggja bronsverðlauna.
20 ára stórafmæli verslunarmiðstöðvarinnar Fjarðar í Hafnarfirði var haldið þann 27. nóvember sl. og sennilega hafa aldrei komið fleiri í Fjörð á einum degi, en nokkur þúsund manns sem tóku þátt í hátíðarhöldunum.
Margrét Eir, Páll Rósinkrans, Flensborgarkórinn, Karlakórinn Þrestir skemmtu gestum og buðu verslanir upp á afmælistilboð og þar á meðal bauð Jón Rúnar Arilíusson eigandi Kökulist upp á 20 metra afmælisköku sem var Belgísk súkkulaðiterta með Hindberja mousse og skreytt með sykurmassa og ítölskum marens.

Guðmundur Bjarni Harðarson framkvæmdastjóri Fjarðar, Vigdís Grétarsdóttir í Skóhöllinni og Jón Rúnar Arilíusson bakari og eigandi Kökulist
Fleiri myndir er hægt að skoða með því að smella hér og hér á facebook síðu Kökulist.
Myndir: Guðni Gíslason / Fjarðarpósturinn – bæjarblað Hafnfirðinga

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt19 klukkustundir síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Keppni5 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?