Uppskriftir
Jólaglöggs-uppskrift Sigga Hall
1 og 1/2 lítri af rauðvíni. Þarf ekkert að vera nein góð tegund. Svo er að bæta kryddpoka ofan í.
Kryddpoki:
Börkur af ½ appelsínu – bara ysta appelsínulagið, 1 heill kanill, 1 tsk heil allrahandakorn, 1 tsk heil einiber, 1 tsk kóríanderfræ, ½ tsk negulnaglar, ½ svört piparkorn.
Látið í grisju, gerið poka og bindið fyrir með rúllupylsugarni.
Setjið pokann út í og síðan skal hita rauðvínið upp í 60 – 70 gráður. Pokinn skal síðan vera ofan í rauðvíninu í það minnsta 20 mínútur.
Ef menn vilja nota rúsínur og möndlur skal setja það ofan í eftir að búið er að taka pottinn upp úr. Ef menn ætla að notast við möndlur er mælt með því að þær séu þurrristaðar á pönnu áður en þeim er bætt við.
Höfundur er Siggi Hall matreiðslumeistari

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni2 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni3 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Keppni4 dagar síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Keppni4 dagar síðan
Fyrsta keppnisdegi Global Chefs Challenge lokið á Ítalíu
-
Keppni2 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Einstakt, dýrmætt og eftirsótt – Hvað gerir Masseto svo sérstakt?