Vertu memm

Uppskriftir

Jólaglöggs-uppskrift Sigga Hall

Birting:

þann

Jólaglögg

1 og 1/2 lítri af rauðvíni. Þarf ekkert að vera nein góð tegund. Svo er að bæta kryddpoka ofan í.

Kryddpoki:
Börkur af ½ appelsínu – bara ysta appelsínulagið, 1 heill kanill, 1 tsk heil allrahandakorn, 1 tsk heil einiber, 1 tsk kóríanderfræ, ½ tsk negulnaglar, ½ svört piparkorn.

Látið í grisju, gerið poka og bindið fyrir með rúllupylsugarni.

Setjið pokann út í og síðan skal hita rauðvínið upp í 60 – 70 gráður. Pokinn skal síðan vera ofan í rauðvíninu í það minnsta 20 mínútur.

Ef menn vilja nota rúsínur og möndlur skal setja það ofan í eftir að búið er að taka pottinn upp úr. Ef menn ætla að notast við möndlur er mælt með því að þær séu þurrristaðar á pönnu áður en þeim er bætt við.

Sigurður Lárus Hall - Siggi Hall

Höfundur er Siggi Hall matreiðslumeistari

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið