Uppskriftir
Jólaglöggs-uppskrift Sigga Hall
1 og 1/2 lítri af rauðvíni. Þarf ekkert að vera nein góð tegund. Svo er að bæta kryddpoka ofan í.
Kryddpoki:
Börkur af ½ appelsínu – bara ysta appelsínulagið, 1 heill kanill, 1 tsk heil allrahandakorn, 1 tsk heil einiber, 1 tsk kóríanderfræ, ½ tsk negulnaglar, ½ svört piparkorn.
Látið í grisju, gerið poka og bindið fyrir með rúllupylsugarni.
Setjið pokann út í og síðan skal hita rauðvínið upp í 60 – 70 gráður. Pokinn skal síðan vera ofan í rauðvíninu í það minnsta 20 mínútur.
Ef menn vilja nota rúsínur og möndlur skal setja það ofan í eftir að búið er að taka pottinn upp úr. Ef menn ætla að notast við möndlur er mælt með því að þær séu þurrristaðar á pönnu áður en þeim er bætt við.
Höfundur er Siggi Hall matreiðslumeistari
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Keppni3 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Keppni10 klukkustundir síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Frétt5 dagar síðan
Óhæfar saxaðar döðlur til neyslu