Uppskriftir
Jólaglöggs-uppskrift Sigga Hall
1 og 1/2 lítri af rauðvíni. Þarf ekkert að vera nein góð tegund. Svo er að bæta kryddpoka ofan í.
Kryddpoki:
Börkur af ½ appelsínu – bara ysta appelsínulagið, 1 heill kanill, 1 tsk heil allrahandakorn, 1 tsk heil einiber, 1 tsk kóríanderfræ, ½ tsk negulnaglar, ½ svört piparkorn.
Látið í grisju, gerið poka og bindið fyrir með rúllupylsugarni.
Setjið pokann út í og síðan skal hita rauðvínið upp í 60 – 70 gráður. Pokinn skal síðan vera ofan í rauðvíninu í það minnsta 20 mínútur.
Ef menn vilja nota rúsínur og möndlur skal setja það ofan í eftir að búið er að taka pottinn upp úr. Ef menn ætla að notast við möndlur er mælt með því að þær séu þurrristaðar á pönnu áður en þeim er bætt við.
Höfundur er Siggi Hall matreiðslumeistari
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni2 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Markaðurinn4 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn2 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn3 dagar síðanDrykkur kynnir glæsilega jólagjafapakka fyrir fyrirtæki og vini







