Vertu memm

Pistlar

Jóladrykkirnir

Birting:

þann

Malt og appelsín

Íslendingar hefa búið til og aðlaðgað sig af ýmsum hefðum og þá eru Jóladrykkirnir engin undantekning. Íslendingar drekka Malt og appelsín á Jólunum og þá byrjar Cocacola að selja Coke sem jóladrykk, Íslendingar hafa síðan takið jólavíninu opnum örmum og þykir það sérstaklega við hæfi á jólahlaðborðum landsmanna.

Egils Malt og Appelsín er það sem kemur flestum í Jólaskap, einhverja hluta vegna er þessi blanda sjaldan blönduð nema yfir hátíðirnar, enda er viss ljómi yfir drykknum sem fólk vill sjálfsagt ekki eyðileggja með ofdrykkju. Ekki er upprunni blöndunar á tæru og ekki er allir sammála um hvernig skuli blanda malt og appelsíni saman, sumir setja maltið á undan og aðrir setja appelsínið á undan, aðrir bæta svo við Cocacola út í en aðrir vilja alls ekki gera það, enn meiri ágreiningur er svo í hvaða hlutföllum skuli blanda drykkinn og þá er spurningin er meira af malti eða appelsíni í „Malt og appelsín“.

Malt Extrakt var fyrsta framleiðsla Ölgerðarinnar sem stofnuð var 17. apríl 1913 og var þá aðeins framleitt fyrir spítala og stofnanir.

Það er kannski tilviljun að annar drykkur sem fer í nýjan búning yfir hátiðarnar skuli ekki vera með upprunavottorðið á hreinu en engin veit uppskriftina af Cocacola. Coke er markaðsett grimmt yfir Jólin og þá Jólasveinnin notaður óspart. Mikið af góðum lögum hafa verið notuð í auglýsingarnar og þótti mér er ég var ungur strákur, það vera svipað að sjá Coke auglýsinguna, „I’d like to buy the world a home“ eins og fyrir ömmu að heira kirkjuklukkurnar hringja og Jólamessuna sem flutt er kl 18:00 á aðfangadagskveld.

Kannski hefur Malt og Appelsín verið sett saman af starfsfólki Ölgerðarinnar og markaðssett sem Jóladrykkur, hver veit, en eingu að síður stendur drykkurinn fyrir sínu og verður jóladrykkur landsmanna um ókomin ár.

Vifilfell hefur svo sett á laggirnar Jólalest þar sem Coke bílarnir keyra um bæin fagurskreittir jólaskrauti og seríum og er fyrirmyndin komin frá Coke í Ameríku.

Vínið sem fólk drekkur yfir hátiðirnar er oft Beaujolais Nouveau, eða nýja Beaulolais í lauslegir þýðingu. Þetta vín er drukkið ungt og er ástæðan fyrir því vinnslan á víninu, þrúgan Gamay er handtýnd og sett í tank. Þungi berjanna kremur þau neðstu og safinn gerjast. Þetta er stutt gerjun sem tekur ekki nema 3-4 daga. Þessi aðferð er hentug og nær fram mjúkum og ávaxtgaríkum vínum sem endast aftur á móti ekki lengi.

Ástæða vinsælda þessa víns er sjálfsagt frábærri markaðsetningu að ræða. Vínið má ekki byrja að selja fyrr en þriðja fimmtudag í nóvember og er mikill spenningur að fá að smakka vínið og myndast mikil stemming og mikil keppni að verða fyrstur til að koma víninu til sinna viðskiptavina. Einnig byrja mörg veitingahús Jólahlaðborðin sín helgina á eftir og myndast þannig skemmtileg hefð. Það er stærsti framleiðandi Beaujolais sem á heiðurinn af markaðsetiningunni, Georges Dubæuf, en Georges hefur verið óþreytandi í að kynna og kynda undir vinsældum jólavínsins.

Þegar hugsað er um vinsælustu drykkina þá fer maður að hugsa hvað markaðsetingin getur gert mikið fyrir okkur. Markaðsetning af þessu tagi hefur gefið okkur sérstaka stemmingu hvort sem það er í formi sjónvarpsauglýsinga sem eru orðnar klassískar eða stemmningu við að drekka vín sem annars þætti ekki eins gott.

Gleðileg jól

Elvar Örn Reynisson

10.12.2002

Stuðst var við efni á eftirtöldum vefsíðum
www.egils.is
www.cocacola.is
www.andansmenn.com

Auglýsingapláss

Viltu birta grein á Veitingageirinn.is? Sendu okkur póst [email protected]. Með pistlinum þarf að fylgja nafn höfundar, titill og mynd.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið