Uppskriftir
Jólabrauðterta

Afgangar af jólamatnum enda mjög oft ofan í tartalettur, en hér kemur Guðrún Pétursdóttir matreiðslumeistari með skemmtilega uppskrift af jólabrauðtertu
Hér er girnileg uppskrift af brauðtertu úr afgöngum af jólamat.
Salat:
250 gr Hamborgarhryggur (fulleldaður)
1 grænt epli
10 vínber
80 gr niðursoðin ferskja
50 gr agúrka
250 gr majónes, má nota sýrðan rjóma á móti
3 sneiðar brauðtertubrauð
Kryddað með salti, pipar og papriku eftir smekk
Aðferð:
Allt hráefnið er saxað smátt, sett í skál og blandað saman. Best er að setja salatið í tertuna deginum áður, þá verður hún mýkri.
Skreyting:
Smyrjið tertuna með þunnu lagi af majónesi. Skerið agúrku í sneiðar og klæðið tertuna. Raðið skrauti ofan á og setjið steinselju í kanta.
Í skraut nota ég yfirleitt það sem fer í salatið eða bara það sem er til.
Höfundur er Guðrún Pétursdóttir matreiðslumeistari

-
Markaðurinn2 dagar síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ómótstæðilegar sælkerabollur – brakandi marengs, silkimjúkur rjómi og dýrindis karamella
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýr veitingastaður í Laugarási: Gísli Matthías opnar Ylju í Laugarás Lagoon
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Noma snýr heim frá Japan – Tímabil hafsins komið í fullan gang
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýtt útspil fyrir bolludaginn – Kanilsnúða- og bolluveisla í einum bita
-
Frétt4 dagar síðan
Roark Capital í samningaviðræðum um kaup á Dave’s Hot Chicken fyrir 1 milljarð dala
-
Markaðurinn2 dagar síðan
DreiDoppel kökunámskeið fyrir bakara og veitingafólk