Viðtöl, örfréttir & frumraun
Jól alla daga – Auglýsa jólahlaðborð á Hótel Borg í mars
„Jól alla daga“, skrifar einn á facebook og vísar í auglýsingu frá Hótel Borg, en í auglýsingunni segir:
„Vegna fjölda fyrirspurna, höfum við ákveðið að opna fyrir bókanir í jólahlaðborð 2023!“
Jólahlaðborðin á Hótel Borg hafa verið þau vinsælustu á landinu í gegnum árin og árlega komast færri að en vilja. Það er því ekki seinna vænna að tryggja sér borð.
Samkvæmt heimildum veitingageirans, þá er þetta í fyrsta sinn sem að auglýsing um jólahlaðborð birtist mörgum mánuðum eða um 8 mánuði fyrir tímann, en jólahlaðborðið á Hótel Borg hefst 23. nóvember 2023 og verður í boði alla fimmtudaga til sunnudaga.
Verð fyrir fullorðna 14.900,-
Verð fyrir 6-12 ára 7100,-
Börn yngri 0-5 ára borða frítt.
Bókanir fara fram á Dineout.is hér.
Auglýsingin frá Hótel Borg:

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Hafnarfirði – „Vel vandað til verka á Sydhavn“ – matreiðslumeistarinn Sigurður gefur topp einkunn
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Vel heppnuð pop-up helgi á Eyju vínstofu & bistro: „Fólk tók einstaklega vel í seðilinn“
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fastus – ein heild á ný
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun20 klukkustundir síðan
Aprílfundur KM: Veitingasvæði Ikea skoðað, mannúðarmál rædd og happdrætti til styrktar Myanmar bar góðan árangur – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Yfirkokkur óskast á Fosshótel Húsavík – Executive chef Wanted at Fosshotel Húsavík
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Vorið kallar á nýsköpun og skapandi hugmyndir hjá Noma og MAD
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Fyrsta 3D-prentaða kaffihúsið rís í Texas