Viðtöl, örfréttir & frumraun
Jól alla daga – Auglýsa jólahlaðborð á Hótel Borg í mars
„Jól alla daga“, skrifar einn á facebook og vísar í auglýsingu frá Hótel Borg, en í auglýsingunni segir:
„Vegna fjölda fyrirspurna, höfum við ákveðið að opna fyrir bókanir í jólahlaðborð 2023!“
Jólahlaðborðin á Hótel Borg hafa verið þau vinsælustu á landinu í gegnum árin og árlega komast færri að en vilja. Það er því ekki seinna vænna að tryggja sér borð.
Samkvæmt heimildum veitingageirans, þá er þetta í fyrsta sinn sem að auglýsing um jólahlaðborð birtist mörgum mánuðum eða um 8 mánuði fyrir tímann, en jólahlaðborðið á Hótel Borg hefst 23. nóvember 2023 og verður í boði alla fimmtudaga til sunnudaga.
Verð fyrir fullorðna 14.900,-
Verð fyrir 6-12 ára 7100,-
Börn yngri 0-5 ára borða frítt.
Bókanir fara fram á Dineout.is hér.
Auglýsingin frá Hótel Borg:
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn1 dagur síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Markaðurinn6 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús
-
Markaðurinn2 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMest lesnu fréttir ársins 2025







