Uppskriftir
Ítalskar kjötbollur og pasta í rjómalagaðri pestósósu með ferskum kryddjurtum og parmesan
Hér erum við að tala um pastarétt á næsta „leveli“ svo maður sletti nú aðeins. Ekta ítalskar kjötbollur í rjóma og hvítvínslagaðri pestósósu með helling af ferskum kryddjurtum og parmesan. Það gerist ekki mikið betra!
Fyrir 2:
Nautahakk, 280 g
Brauðraspur, 2 msk
Egg, 1 stk
Fennel, 0,5 tsk
Kjötkraftur (duft), 1 tsk
Hvítlauksrif, 1 stk
Laukur, 80 g
Basil ferskt, 10 g
Steinselja fersk, 5 g
Parmesan ostur, 20 g
Trecce rigate pasta, 160 g / Tariello, fæst í Melabúðinni
Rjómi, 125 ml
Rautt pestó, 40 g / Ég notaði Filippo Berio
Rjómaostur, 30 g
Tómatpúrra, 2 msk
Provance krydd, 2 tsk
Kjúklingakraftur (duft), 1 tsk
Hvítvín, 3 msk
Aðferð:
- Setjið vatn í pott ásamt smá salti og náið upp suðu.
- Saxið helminginn af basil smátt, 2 msk af lauk mjög smátt og pressið 1 hvítlauksrif. Setjið saxað basil, pressaðan hvítlauk, saxaðan lauk, nautahakk, egg, brauðrasp, fennel, kjötkraft og 1 tsk salt saman í skál og blandið vel saman.
- Myndið 12 jafn stórar bollur úr blöndunni. Saxið restina af lauknum.
- Brúnið bollurnar vel á öllum hliðum við frekar háan hita, lækkið hitann í miðlungshita og steikið bollurnar áfram þar til þær eru fulleldaðar. Setjið bollurnar á disk til hliðar og geymið.
- Bætið pasta út í pottinn og sjóðið í um 12 mín eða þar til pastað er al dente.
- Bætið söxuðum lauk á pönnuna og steikið við miðlungshita þar til hann er glær og mjúkur. Bætið hvítvíni út á pönnuna og látið sjóða niður í smástund. Bætið tómatpúrru út á pönnuna og steikið í 1-2 mín. Bætið pestó, provance kryddi, kjúklingakrafti, rjómaosti og rjóma út á pönnuna ásamt 2-3 msk af pastavatninu og látið malla í nokkrar mín þar til sósan er hæfilega þykk. Ef sósan verður of þykk má bæta við smá pastavatni.
- Rífið helminginn af parmesan ostinum saman við sósuna og setjið bollurnar aftur á pönnuna og veltið upp úr sósunni. Smakkið til með salti.
- Sigtið vatnið frá pastanu og setjið pastað svo út á pönnuna og veltið upp úr sósunni.
- Saxið basil og steinselju og dreifið yfir réttinn. Rífið restina af parmesan ostinum yfir.
- Berið fram með fersku salati.
Mynd og höfundur: Snorri Guðmundsson | Matur & Myndir
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt5 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Frétt5 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?