Nemendur & nemakeppni
Íslensku keppendurnir í Norrænu nemakeppninni eru lagðir af stað til Svíþjóðar
Íslensku keppendurnir í Norrænu nemakeppninni þau Iðunn Sigurðardóttir matreiðslunemi á Fiskfélaginu, Rúnar Pierre Heriveanx matreiðslunemi á Bláa Lóninu, Ólöf Rún Sigurðardóttir framreiðslunemi á Radisson Blu Hótel Saga og Ólöf Vala Ólafsdóttir framreiðslunemi á Vox flugu út í morgun til Stokkhólms í Svíðþjóð.
Þjálfarar eru:
- Ari Þór Gunnarsson, matreiðslumaður
- Hallgrímur Sæmundsson, framreiðslumaður
- Iðunn Sigurðardóttir
- Ólöf Rún Sigurðardóttir
- Ólöf Vala Ólafsdóttir
- Rúnar Pierre Heriveanx
Keppnin hefst með bóklegu prófi á morgun föstudaginn 4. apríl og í beinu framhaldi fara keppendur í matreiðslu að elda 2 rétta máltíð fyrir 6 manns sem samanstendur úr aðalrétt sem á að innihalda karfa, beikon og blómkál og eftirrétt sem á að innihalda dökkt súkkulaði, kardimommur og kanil, en keppendur hafa 1 klst og 20 mínútum til þess. Framreiðslunemar fara í vínþekkingu, fyrirskurð og að leggja á borð.
Á laugardaginn 5. apríl keppa liðin tvö saman og þurfa þá matreiðslunemarnir að elda 4 rétta máltíð fyrir tólf manns úr alveg ókunnu hráefni (mistery basket) og þurfa að skila fyrsta rétt eftir 3 tíma.
Framreiðslunemarnir keppa á barnum, leggja á borð, framreiðslu á 4 rétta máltíð og para vín við þá máltíð.
Myndir: Ari Þór Gunnarsson

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni5 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun19 klukkustundir síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni21 klukkustund síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?