Markaðurinn
Íslenskt lambakjöt er verndað afurðaheiti – Fyrsta íslenska vottunin
Markaðsráð kindakjöts sótti um vernd fyrir afurðaheitið Íslenskt lambakjöt/Icelandic lamb í nóvember 2016 og hefur Matvælastofnun í janúar 2018 samþykkt slíka skráningu. Íslenskt lambakjöt er þar með fyrsta verndaða afurðaheitið á Íslandi.
Sótt var um á grundvelli laga frá 2014 um vernd afurðaheita sem geta vísað til uppruna, landsvæðis eða hefðbundinnar sérstöðu – og er í tilviki Markaðsráðs kindakjöts sótt um vernd sem vísar til uppruna afurðanna.
Tilgangur laganna er að vernda afurðaheiti til að stuðla að neytendavernd, auka virði afurða og koma í veg fyrir óréttmæta viðskiptahætti. Íslensku lögin taka mið af reglugerð Evrópusambandsins um gæðakerfi fyrir landbúnaðarafurðir og matvæli.
Sóst verður eftir sambærilegri vernd afurðaheitisins í Evrópusambandinu „Protected Geographical Indication“ ásamt viðeigandi vottunarmerki. Margar þekktar hágæðamatvörur sem framleiddar eru innan Evrópusambandsins og utan eru með slíka vottun og nýtist hún til að byggja undir virði afurðanna og hefur jafnfram afar sterkt markaðslegt gildi.
Vernd afurðaheita með vísun til uppruna
Í fjórðu grein laga um vernd afurðaheita sem vísa til uppruna, landsvæðis eða hefðbundinnar sérstöðu kemur eftirfarandi fram um skilyrði verndar sem vísar til uppruna.
Heimilt er að veita afurðaheiti, sem vísar til uppruna, vernd á grundvelli skráningar samkvæmt lögum þessum ef öll eftirtalinna skilyrða eru uppfyllt:
a. ef afurðin er upprunnin á tilteknu svæði, stað eða landi,
b. ef rekja má gæði eða eiginleika afurðar, verulega eða að öllu leyti, til staðhátta, að meðtöldum náttúrulegum og mannlegum þáttum, og
c. ef framleiðsla, vinnsla og tilreiðsla afurðar fer fram á hinu skilgreinda landsvæði.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni4 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Markaðurinn12 klukkustundir síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bolludagurinn – Choux au Craquelin með jarðarberjarjóma
-
Nemendur & nemakeppni1 dagur síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Guy Fieri snýr aftur til Times Square – Opnar Chicken Guy í miðri Manhattan