Vertu memm

Food & fun

Íslenskir og Washington kokkar bjóða Íslenskt hráefni í D.C.

Birting:

þann

Íslenskir og Washington kokkar sameinuðust dagana 13-18 sept. og báru fram ferskt og náttúrulegt Íslenskt hráefni á veitingastöðum WASHINGTON, D.C. t.a.m. lambið, sjávarfang, osta og einmuna hið Íslenska skyrið okkar.

Kyningin var í þema „Food & Fun“ og að sögn Íslenkra kokka, þá tókst þessi kynning frábærlega, en einn af höfuðpaurunum var enginn annar en Sigurður Hall eða Siggi Hall eins og hann er kallaður, en hann hefur verið andlit og drifjöðrin í gegnum árin hér á Íslandi með hátíðina „Food & Fun“ sem flestir ættu að fara þekkja.

Þeir Íslensku kokkar sem fóru til WASHINGTON, voru eftirfarandi:

  • Ívar Unnsteinsson frá Apótek bar grill en hann var á staðnum DC Coast
  • Leifur Kolbeins frá La Primavera var á Ítalska staðnum Tosca
  • Sigurður Gíslason, landsliðsmaður og yfirmatreiðslumaður á VOX var á staðnum Vidalia
  • Eyþór Rúnarsson frá Veitingastaðnum Sigga Hall var á Marcel’s
  • Sjálfur Siggi Hall frá Veitingastaðnum Sigga Hall var á franska staðnum Citronelle
  • Steinar Þór Þorfinnsson frá Einari Ben var á Saint Ex sem er Amerískur Bistro staður
  • Yfirkokkurinn á Perlunni hann Elmar Kristjánsson var á Ítalska staðnum Galileo
  • Bjarni Gunnar Kristinsson landsliðsmaður og yfirkokkur í Grillinu á Hótel Sögu var á Equinox
  • Birgir Ólafsson frá Hótel Holti var á 1789
  • Stefán Úlfarsson frá 3 frökkum var á franska steikhúsinu „Mon Ami Gabi“
  • Elvar Már Torfason frá Sjávarkjallaranum var á Signatures

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið