Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Íslenskir fagmenn meðal þeirra sem sáu um brúðkaupsveisluna hjá Bam Margera og Nicole Boyd

Birting:

þann

Donna German og Einar Árnason

Donna German og Einar Árnason

Hjólabrettakappinn og hrekkjalómurinn Bam Margera giftist sinni heittelskuðu Nicole Boyd í Hafnarhúsinu í byrjun október. Þetta er áttunda skiptið sem að Bam heimsækir Ísland og hefur ekki farið framhjá mörgum því að fjölmargar uppákomur hafa ratað í fjölmiðla sem að hann og hans félagar framkvæma í hvert skipti enda hrekkjalómar með meiru.

Fámenn brúðkaupveisla var í Hafnarhúsinu eða um 70 gestir og um kvöldið var svo slegið upp alvöru partí í Hafnarhúsinu með styrktartónleika þar sem um 1000 manns mættu og allur ágóði fór svo í nýjan hjólabrettagarð í Reykjavík.

Það var veisluþjónustan Hostess Catering frá Boston sem sá um undirbúning á veislunni en veisluþjónustan er í eigu þeirra Visnja Zarak og Donna German og þeim til aðstoðar voru matreiðslunemarnir Einar Árnason og Hannes Heiðar Sigmarsson sem eru að læra fræðin sín á Sjávargrillinu.

Hannes Heiðar Sigmarsson og Agnes Baldvinsdóttir

Hannes Heiðar Sigmarsson og Agnes Baldvinsdóttir

Yfirþjónn var Agnes Baldvinsdóttir og með henni voru 10 þjónar sem komu frá Sjávargrillinu, Grillmarkaðinum, Hótel Holti og fleiri góðum veitingastöðum.

Í fyrstu fór undirbúningurinn að mestu leyti fram í gegnum tölvupósta og Skype, þar sem að ég var í Reykjavík og gat aðstoðað þær með að finna réttu birgjana, tilboðin, tæki og tól og svo framvegis. Þegar þær komu svo til landsins viku fyrir brúðkaup var lagt í að safna saman öllu því dóti sem þurfti. Undirbúningurinn fór svo fram á fimmtudag og föstudag í agnarsmáu eldhúsi í Listasafni Reykjavíkur, en þar sem að stelpurnar í Hostess Catering eru vanar að hlaupa inn í allskonar aðstæður í þeim veislum sem þær sjá um þá voru þær ekki lengi að henda upp almennilegri vinnuaðstöðu. Við buðum upp á smakkseðil, pinnamat og snittur fyrir rokkstjörnur.

, sagði Hannes í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um hvernig undirbúningurinn fór fram.

Matseðill

„Harvest soup“ með sætkartöflu, gulrót og graskeri, borin fram í skotglasi

Ofnbakaður lax með capers og dill tzatziki, borinn fram í brauðbollu

Nautalund með chili marineraðri peru á snittubrauði

Kjúklingaspjót með satay sósu

Íslenskar úthafsrækjur með avocado, sítrónu, bornar fram í litlum martini glösum

Litlir lambaborgarar með gorgonzola osti

Sigurður Már Guðjónsson

Sigurður Már Guðjónsson

Sjálf brúðartertan var útbúin af Sigurði Má Guðjónssyni bakara-, og konditormeistari hjá Bernhöftsbakaríi og hönnuð af Donnu og Visnja. Þess má geta að einkennislitir brúðhjónanna var svartur og blár og að auki voru bornar fram með kökunni karamellufylltar súkkulaðikúlur og svartar og bláar makkarónur.

Ég hitti Bam nokkrum sinnum fyrir og eftir brúðkaupið í gegnum sameiginlegan vin okkar. Hann er fínasti gaur og þau hjónin góð saman. Ég óska þeim alls hins besta.

, sagði Hannes hress að lokum.

Meðfylgjandi myndir eru frá brúðkaupsveislunni.

 

Myndir: af facebook síðu Hostess Catering.

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið