Sigurður Már Guðjónsson
Íslenskir bakarar baka fyrir björgunarsveitirnar | Landsbrauð sett á markað
Í gær var skrifað undir samstarfsverkefnið Landsbrauð, milli Slysavarnafélagsins Landsbjargar, bakara landsins og Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar sem heldur utan um framkvæmdina. Verkefnið felst í því að þann 1. september verður Landsbrauðið sett á markað og verður til sölu í bakaríum um land allt. Slysavarnafélagið Landsbjörg fær 30 kr. af hverju seldu brauði í sinn hlut og er reiknað með að það muni skila félaginu umtalsverðum tekjum.
Um er að ræða gómsætt trefjaríkt brauð með höfrum, byggi og rúgi og er það von þeirra sem að átakinu koma að því verði vel tekið af almenningi og nái fótfestu sem fastur liður í heimilisinnkaupum fjölskyldunnar. Átakið er einnig liður í slysavörnum því á umbúðir brauðanna eru prentuð forvarnaráð sem allir ættu að þekkja og kunna.
Undirritun samningsins fór fram í Gróubúð, húsnæði Björgunarsveitarinnar Ársæls og Slysavarnadeildarinnar í Reykjavík, í dag. Bakaranemar og kennarar úr Hótel,- og matvælaskólanum í Menntaskólanum í Kópavogi færðu þar björgunarsveitafólki nýbökuð Landsbrauð til smökkunar. Er óhætt að segja að því hafi verið vel tekið. Björgunarsveitafólk þarf að vera vel nestað þegar farið er í lengri útköll og má gera ráð fyrir að Landsbrauðið verði í mörgum bakpokum þeirra á komandi vetri.
Við þetta tilefni fagnaði Smári samstarfinu.
Það rennir styrkari stoðum undir starfsemi félagsins og eininga þess eftir annasöm misseri undanfarið en ekki síður þá eflir það forvarnastarf og upplýsingagjöf með skilaboðum á umbúðum. Slysavarnafélagið Landsbjörg og Ölgerðin hafa áður átt í farsælu samstarfi og við fögnum þessu framhaldi á því.
Forréttindi að vinna með íslenskum bökurum
Andri Þór sagði Ölgerðina einnig fagna þessum áfanga.
Við hjá Ölgerðinni leggjum mikla áherslu á vöruþróun og að fá að vinna slíka vinnu með fagmönnum eins og íslenskum bökurum eru forréttindi. Ölgerðin hefur unnið með Slysavarnafélaginu Landsbjörg í öðrum verkefnum sem hafa gengið vel og við erum stolt af því að koma að þessu samstarfi.
Á meðfylgjandi myndum má sjá Andra Þór Guðmundsson og Smára Sigurðsson undirrita samninginn og bakaranema og kennara úr MK kynna brauðið fyrir björgunarsveitafólki í Gróubúð ásamt auglýsingaplakötum.
Myndirnar tók Sigurður Ó. Sigurðsson.
-
Uppskriftir6 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt5 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður