Keppni
Íslenska Kokkalandsliðið keppir í dag á Heimsmeistaramótinu
Heimsmeistaramótið í matreiðslu var sett í gær í Lúxemborg og Íslenska kokkalandsliðið er að sjálfsögðu mætt til leiks. Liðið ætlar að fylgja eftir framúrskarandi árangri liðsins frá síðustu Ólympíuleikum í Stuttgart þar sem þau fengu brons verðlaun fyrir samanlagðan árangur í byrjun árs 2020. En íslenska liðið hlaut gullverðlaun fyrir frammistöðu sína á síðasta heimsmeistaramóti árið 2018.
Sjá einnig: Íslenska Kokkalandsliðið á verðlaunapall – „Við erum þriðja besta kokkalandslið Í HEIMI!!“
Landsliðið kom til Lúxemborg á fimmtudag og hefur verið að leggja lokahönd á undirbúninginn síðan. Þórir Erlingsson forseti Klúbbs matreiðslumeistara sem rekur íslenska Kokkalandsliðið segir undirbúninginn og ferðalagið hafa gengið vel og æfingar síðustu mánaða gefi ekki annað en ástæðu til bjartsýni. Í dag er keppt í þriggja rétta heitum matseðli sem eldaður er fyrir 110 manns. Síðan verður liðið aftur á keppnisvellinum næst komandi þriðjudag þegar keppt er í þrettán rétta fine-dining máltíð fyrir 12 manns, svokölluðu Chef’s Table.
Keppnismatreiðsla er í rauninni frádráttarkeppni og er fyrirkomulagið þannig að það byrja allir með 100 stig sem lækkar síðan með tilliti til snyrtimennsku, fagmennsku, útlits rétta og bragðs. Gull frammistaða er 90 stig, silfur 80 stig og brons 70 stig. Á mótinu í ár eru um 20 lönd sem taka þátt. Úrslit verða svo kynnt Lúxemborg á fimmtudaginn og liðið kemur svo heim á föstudag.
Íslenska kokkalandsliðið skipa:
Þjálfari:
Ari Þór Gunnarsson Fastus
Fyrirliði:
Sindri Guðbrandur Sigurðsson veitingastaðnum Héðinn Kitchen Bar
Aron Gísli Helgason, veitingastaðnum Héðinn Kitchen Bar
Gabríel Kristinn Bjarnason, veitingastaðnum Héðinn Kitchen Bar
Ísak Darri Þorsteinsson, veitingastaðnum Tides
Erla Þóra Bergmann, Pálmadóttir veitingastaðnum Fjallkonan
Jakob Zarioh S. Baldvinsson, veitingastaðnum Sumac
Sveinn Steinsson, Eflu verkfræðistofu
Ísak Aron Jóhansson, Lux Veitingum
Chidapha Kruasaeng, Mosfellsbakarí og HR Konfekt
Ívar Kjartansson, veisluþjónustunni Rétturinum
Aþena Þöll Gunnarsdóttir, veitingastaðnum Fiskfélaginu
Hringur Oddsson, veitingastaðnum Tides
Marteinn Rastrick, Lux Veitingum
Mynd: Brynja Kr.Thorlacius
-
Markaðurinn6 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn6 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn7 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Vín, drykkir og keppni6 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Keppni6 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles






