Bjarni Gunnar Kristinsson
Íslenska Kokkalandsliðið fékk gull fyrir heita matinn

Meðlimir í Kokkalandsliðinu sem kepptu í heitu réttunum: F.v. Bjarni Siguróli Jakobsson, Þráinn Freyr Vigfússon, Fannar Vernharðsson, Garðar Kári Garðarsson, Hafsteinn Ólafsson og Viktor Örn Andrésson.
Kokkalandsliðið keppti í heita matnum í gær í Heimsmeistarakeppninni í matreiðslu sem fram fer í Lúxemborg.
Sex manna hópur úr Kokkalandsliðinu höfðu 6 klukkustundir til að matreiða þriggja rétta máltíð fyrir dómara og 110 gesti, en þeir voru Bjarni Siguróli Jakobsson, Þráinn Freyr Vigfússon, Fannar Vernharðsson, Garðar Kári Garðarsson, Hafsteinn Ólafsson og Viktor Örn Andrésson.
Úrslitin liggja fyrir, fyrsta gullið í höfn og nú tekur við mikill undirbúningur hjá liðsmönnum, en Kokkalandsliðið keppir í kalda matnum á miðvikudaginn 26. nóvember n.k.
Glæsilegt og til hamingju með gullið.
Mynd af úrslitatöflu: Bjarni Gunnar
Mynd af liðsmönnum Kokkalandsliðsins: Sveinbjörn Úlfarsson
![]()
-
Bocuse d´Or22 klukkustundir síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanGunnar Karl Gíslason: „Við þurfum fyrst og fremst að halda lífi í veitingastöðunum“
-
Keppni1 dagur síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Keppni4 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park





