Bjarni Gunnar Kristinsson
Íslenska Kokkalandsliðið fékk gull fyrir heita matinn

Meðlimir í Kokkalandsliðinu sem kepptu í heitu réttunum: F.v. Bjarni Siguróli Jakobsson, Þráinn Freyr Vigfússon, Fannar Vernharðsson, Garðar Kári Garðarsson, Hafsteinn Ólafsson og Viktor Örn Andrésson.
Kokkalandsliðið keppti í heita matnum í gær í Heimsmeistarakeppninni í matreiðslu sem fram fer í Lúxemborg.
Sex manna hópur úr Kokkalandsliðinu höfðu 6 klukkustundir til að matreiða þriggja rétta máltíð fyrir dómara og 110 gesti, en þeir voru Bjarni Siguróli Jakobsson, Þráinn Freyr Vigfússon, Fannar Vernharðsson, Garðar Kári Garðarsson, Hafsteinn Ólafsson og Viktor Örn Andrésson.
Úrslitin liggja fyrir, fyrsta gullið í höfn og nú tekur við mikill undirbúningur hjá liðsmönnum, en Kokkalandsliðið keppir í kalda matnum á miðvikudaginn 26. nóvember n.k.
Glæsilegt og til hamingju með gullið.
Mynd af úrslitatöflu: Bjarni Gunnar
Mynd af liðsmönnum Kokkalandsliðsins: Sveinbjörn Úlfarsson

-
Markaðurinn5 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni3 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Keppni3 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Þjónar og barþjónar óskast – spennandi tækifæri