Bjarni Gunnar Kristinsson
Íslenska Kokkalandsliðið fékk gull fyrir heita matinn

Meðlimir í Kokkalandsliðinu sem kepptu í heitu réttunum: F.v. Bjarni Siguróli Jakobsson, Þráinn Freyr Vigfússon, Fannar Vernharðsson, Garðar Kári Garðarsson, Hafsteinn Ólafsson og Viktor Örn Andrésson.
Kokkalandsliðið keppti í heita matnum í gær í Heimsmeistarakeppninni í matreiðslu sem fram fer í Lúxemborg.
Sex manna hópur úr Kokkalandsliðinu höfðu 6 klukkustundir til að matreiða þriggja rétta máltíð fyrir dómara og 110 gesti, en þeir voru Bjarni Siguróli Jakobsson, Þráinn Freyr Vigfússon, Fannar Vernharðsson, Garðar Kári Garðarsson, Hafsteinn Ólafsson og Viktor Örn Andrésson.
Úrslitin liggja fyrir, fyrsta gullið í höfn og nú tekur við mikill undirbúningur hjá liðsmönnum, en Kokkalandsliðið keppir í kalda matnum á miðvikudaginn 26. nóvember n.k.
Glæsilegt og til hamingju með gullið.
Mynd af úrslitatöflu: Bjarni Gunnar
Mynd af liðsmönnum Kokkalandsliðsins: Sveinbjörn Úlfarsson
![]()
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Bocuse d´Or6 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Pistlar7 dagar síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Markaðurinn3 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn3 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn4 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Keppni4 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu





