Bocuse d´Or
Íslenska Bocuse d´Or teymið flýgur til Lyon í dag | Ríflega tonn af eldhúsáhöldum og græjum flutt á keppnisstað
Síðastliðin laugardag fór fram síðasta tímaæfing hjá honum Sigurði Helgasyni fyrir Bocuse d’Or í Frakklandi. Æfingarferlið er búið að vera langt og strangt en núna loksins er farið að styttast í keppnisdag en hann er þriðjudaginn 27. janúar, í næstu viku.
Æfingin gekk vonum framar og kom Bocuse D’or Akademía íslands, helsti stuðningsaðili Sigga, á æfingu til þess að smakka og sjá matinn í sinni lokamynd fyrir keppnina.

Ríflega tonn af eldhúsáhöldum og græjum flutt á keppnisstað.
Íslenska liðið tekur með sér yfir 250 kg í „handfarangri“ af hráefni og skrauti sem nota á í keppninni.
Seinustu daga hafa strákarnir verið að pakka niður og klára undirbúning fyrir keppni, en ríflega tonn af eldhúsáhöldum og græjum voru send til Parísar seinasta sunnudag.
Sjálfir taka þeir með sér yfir 250 kg af hráefni og skrauti sem nota á í keppninni, en mikið er horft í íslenskrar náttúru til innblásturs á matnum og hönnun á kjötfatinu sem aðalrétturinn verður borin fram á í keppninni.
Í dag heldur teymið síðan út til Lyon, þar sem lokaverk verða unnin fyrir keppni og eru menn afar spenntir að halda af stað.
Fleira tengt efni:
[feed url=“https://veitingageirinn.is/category/bocuse-dor/feed/“ number=“5″ ]
Myndir: Magnús Már Haraldsson

-
Nemendur & nemakeppni8 klukkustundir síðan
Gull til Íslands í framreiðslu á Norðurlandamóti – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hlaðvarpið sem fagmenn í veitingageiranum elska – MatMenn bjóða upp á innsýn í bransann
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Aprílfundur KM: Veitingasvæði Ikea skoðað, mannúðarmál rædd og happdrætti til styrktar Myanmar bar góðan árangur – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fastus – ein heild á ný
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Yfirkokkur óskast á Fosshótel Húsavík – Executive chef Wanted at Fosshotel Húsavík
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Vorið kallar á nýsköpun og skapandi hugmyndir hjá Noma og MAD
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Fyrsta 3D-prentaða kaffihúsið rís í Texas