Bocuse d´Or
Íslenska Bocuse d´Or teymið flýgur til Lyon í dag | Ríflega tonn af eldhúsáhöldum og græjum flutt á keppnisstað
Síðastliðin laugardag fór fram síðasta tímaæfing hjá honum Sigurði Helgasyni fyrir Bocuse d’Or í Frakklandi. Æfingarferlið er búið að vera langt og strangt en núna loksins er farið að styttast í keppnisdag en hann er þriðjudaginn 27. janúar, í næstu viku.
Æfingin gekk vonum framar og kom Bocuse D’or Akademía íslands, helsti stuðningsaðili Sigga, á æfingu til þess að smakka og sjá matinn í sinni lokamynd fyrir keppnina.
Seinustu daga hafa strákarnir verið að pakka niður og klára undirbúning fyrir keppni, en ríflega tonn af eldhúsáhöldum og græjum voru send til Parísar seinasta sunnudag.
Sjálfir taka þeir með sér yfir 250 kg af hráefni og skrauti sem nota á í keppninni, en mikið er horft í íslenskrar náttúru til innblásturs á matnum og hönnun á kjötfatinu sem aðalrétturinn verður borin fram á í keppninni.
Í dag heldur teymið síðan út til Lyon, þar sem lokaverk verða unnin fyrir keppni og eru menn afar spenntir að halda af stað.
Fleira tengt efni:
[feed url=“https://veitingageirinn.is/category/bocuse-dor/feed/“ number=“5″ ]
Myndir: Magnús Már Haraldsson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun7 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt3 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun14 klukkustundir síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla