Bocuse d´Or
Íslenska Bocuse d´Or teymið flýgur til Lyon í dag | Ríflega tonn af eldhúsáhöldum og græjum flutt á keppnisstað
Síðastliðin laugardag fór fram síðasta tímaæfing hjá honum Sigurði Helgasyni fyrir Bocuse d’Or í Frakklandi. Æfingarferlið er búið að vera langt og strangt en núna loksins er farið að styttast í keppnisdag en hann er þriðjudaginn 27. janúar, í næstu viku.
Æfingin gekk vonum framar og kom Bocuse D’or Akademía íslands, helsti stuðningsaðili Sigga, á æfingu til þess að smakka og sjá matinn í sinni lokamynd fyrir keppnina.
Seinustu daga hafa strákarnir verið að pakka niður og klára undirbúning fyrir keppni, en ríflega tonn af eldhúsáhöldum og græjum voru send til Parísar seinasta sunnudag.
Sjálfir taka þeir með sér yfir 250 kg af hráefni og skrauti sem nota á í keppninni, en mikið er horft í íslenskrar náttúru til innblásturs á matnum og hönnun á kjötfatinu sem aðalrétturinn verður borin fram á í keppninni.
Í dag heldur teymið síðan út til Lyon, þar sem lokaverk verða unnin fyrir keppni og eru menn afar spenntir að halda af stað.
Fleira tengt efni:
[feed url=“https://veitingageirinn.is/category/bocuse-dor/feed/“ number=“5″ ]
Myndir: Magnús Már Haraldsson
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Keppni2 dagar síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Veitingarýni21 klukkustund síðan
Dýrindis jólahlaðborð á veitingastaðnum Sunnu á Sigló – Veitingarýni
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Áramótabomba Churchill
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Svartir dagar í Progastro
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Myndir: Krónan á Bíldshöfða opnar á ný eftir gagngerar endurbætur – Ný tæknilausn tekin í notkun
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Jólagjafir í úrvali fyrir fagmenn og ástríðukokka