Bocuse d´Or
Íslenska Bocuse d´Or teymið flýgur til Lyon í dag | Ríflega tonn af eldhúsáhöldum og græjum flutt á keppnisstað
Síðastliðin laugardag fór fram síðasta tímaæfing hjá honum Sigurði Helgasyni fyrir Bocuse d’Or í Frakklandi. Æfingarferlið er búið að vera langt og strangt en núna loksins er farið að styttast í keppnisdag en hann er þriðjudaginn 27. janúar, í næstu viku.
Æfingin gekk vonum framar og kom Bocuse D’or Akademía íslands, helsti stuðningsaðili Sigga, á æfingu til þess að smakka og sjá matinn í sinni lokamynd fyrir keppnina.
Seinustu daga hafa strákarnir verið að pakka niður og klára undirbúning fyrir keppni, en ríflega tonn af eldhúsáhöldum og græjum voru send til Parísar seinasta sunnudag.
Sjálfir taka þeir með sér yfir 250 kg af hráefni og skrauti sem nota á í keppninni, en mikið er horft í íslenskrar náttúru til innblásturs á matnum og hönnun á kjötfatinu sem aðalrétturinn verður borin fram á í keppninni.
Í dag heldur teymið síðan út til Lyon, þar sem lokaverk verða unnin fyrir keppni og eru menn afar spenntir að halda af stað.
Fleira tengt efni:
[feed url=“https://veitingageirinn.is/category/bocuse-dor/feed/“ number=“5″ ]
Myndir: Magnús Már Haraldsson
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Frétt1 dagur síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt1 dagur síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Keppni3 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ómótstæðileg Grísa baby rif á góðum afslætti