Keppni
Íslenska bakaralandsliðið keppir í keppninni Nordic Bakery Cup í Þýskalandi
Landslið bakara keppir í Norðurlandameistaramóti bakara sem haldið verður 11.–12. september næstkomandi í Weinheim í Þýskalandi.
Landsliðið hefur æft mikið síðastliðnar vikur og allt orðið klárt fyrir keppnina og mun landsliðið fljúga út til Þýskalands á morgun laugardag.
- Haraldur Árni Þorvarðarson
- Stefán Pétur Bachmann Bjarnason
- Matthías Jóhannesson
- Smári Yngvason
Meðlimir í landsliðinu eru:
Stefán Pétur Bachmann Bjarnason hjá Hygge — Fyrirliði
Matthías Jóhannesson hjá Passion Rvk
Smári Yngvason frá Gæðabakstri
Haraldur Árni Þorvarðarson eða betur þekktur sem Árni bakari er þjálfari liðsins. Árni er fagstjóri bakaradeildar í Hótel- og matvælaskólanum.
Þema keppninnar „hope for the future“ og þarf hvert lið að framleiða skrautstykki (eins og meðfylgjandi myndir sýna), vínarbrauð, croissant, sætdeig.
Íslenska bakaralandsliðið keppti síðast á Nordic Bakery Cup árið 2018 sem haldið var samhliða Foodexpo í Herning í Danmörku. Ísland komst því miður ekki á verðlaunapall og hafnaði í fjórða sætið en stóðu sig mjög vel í keppninni. Úrslit í þeirri keppni var að hreppti Danmörk 1. sætið, Svíþjóð í 2. sætið og Noregur í það þriðja.
Til gamans má geta að Sigurður Elvar Baldvinsson, bakara og konditormeistari, var í danska landsliðinu sem sigraði Nordic Bakery Cup 2018, en hann varð hlutskarpastur í gerð skrautstykkja.
Nordic Bakery Cup er liður í æfingu hjá íslenska landsliðinu sem stefnir á heimsmeistaramót bakara í München, 23. október 2023.
Myndir: aðsendar
-
Bocuse d´Or1 dagur síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni2 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel12 klukkustundir síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Keppni5 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park














