Keppni
Íslendingar keppa í Nordic Green Chef í kvöld

Á myndinni eru þau Sveinn og Aþena ásamt Hafliða Halldórssyni fyrrum forseta Klúbbs matreiðslumeistara og dómara á mótinu og Þóri Erlingssyni núverandi forseta Klúbbsins
Matreiðslumeistarinn Sveinn Steinsson og útsriftarneminn Aþena Þöll eru að keppa í kvöld á Norðurlandamóti matreiðslumeistara í Herning í Danmörku. Keppnin sem þau taka þátt í er “Nordic Green Chef.” keppni mótsin þar sem ekkert kjöt er notað heldur unnið með grænmeti, mjólkurafurðir og annað sem fellur undir þann flokk.
Sjá einnig: Íslenskir fagmenn keppa í Herning í Danmörku
Mikil spenna er fyrir keppnina enda eru norrænu liðin meðal sterkustu liða heims síðustu ár og matreiðslumenn frá norðurlöndum raða sér yfirleit í öll efstu sæti alþjóðlegra keppna.
Sveinn og Aþena keppa sem lið í keppninni sem hefur verið í undirbúningi hjá Norðurlanda-samtökum matreiðslumanna um nokkurt skeið og er jafnvel gert ráð fyrir að þessi keppni eða sambærileg eigi eftir verða að alþjóðlegri keppni.
Mynd: Brynja Kr Thorlacius
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn4 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Pistlar2 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn4 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Vín, drykkir og keppni13 klukkustundir síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Markaðurinn3 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir





