Bocuse d´Or
Ísland í 4. sæti í Evrópukeppni Bocuse d’Or 2020 – Ísland með besta fiskréttinn

F.v. Þráinn Freyr Vigfússon þjálfari, Gabríel Kristinn Bjarnason aðstoðarmaður, Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson Bocuse d´Or keppandi og Sturla Birgisson dómari.
Evrópukeppni Bocuse d´Or var haldin í Tallinn Eistlandi í gær og í dag 15. og 16. október 2020. Alls kepptu 18 lið og einungis 10 lönd sem komust áfram.
Ísland tryggði sér sæti í úrslitakeppni Bocuse d´Or og lenti í 4. sæti, en úrslitakeppnin verður haldin í Lyon í Frakklandi í júní 2021.
Það var Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson sem keppti fyrir hönd Íslands. Aðstoðarmaður Sigurðar var Gabríel Kristinn Bjarnason og þjálfari var Þráinn Freyr Vigfússon.
Úrslitin í Evrópukeppni Bocuse d´Or 2020:
1. sæti – Noregur – 1993 stig
2. sæti – Danmörk – 1962 stig
3. sæti – Svíþjóð – 1960 stig
4. sæti – Ísland – 1905 stig
5. sæti – Finnland – 1902 stig
6. sæti – Frakkland – 1851 stig
7. sæti – Eistland – 1843 stig
8. sæti – Sviss – 1803 stig
9. sæti – Ungverjaland – 1777 stig
10. sæti – Ítalía – 1679 stig
Besti aðstoðarmaðurinn – Anni PERÄKYLÄ
Besti fiskrétturinn – Ísland
Besti kjötrétturinn – Frakkland
Fréttin verður uppfærð
Fleiri Bocuse d´Or fréttir hér.
Mynd: aðsend
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn3 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn2 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn1 dagur síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Frétt1 dagur síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu





