Vertu memm

Bocuse d´Or

Ísland í 4. sæti í Evrópukeppni Bocuse d’Or 2020 – Ísland með besta fiskréttinn

Birting:

þann

Þráinn Freyr Vigfússon þjálfari, Gabríel Kristinn Bjarnason aðstoðarmaður, Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson Bocuse d´Or keppandi og Sturla Birgisson dómari.

F.v. Þráinn Freyr Vigfússon þjálfari, Gabríel Kristinn Bjarnason aðstoðarmaður, Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson Bocuse d´Or keppandi og Sturla Birgisson dómari.

Evrópukeppni Bocuse d´Or var haldin í Tallinn Eistlandi í gær og í dag 15. og 16. október 2020. Alls kepptu 18 lið og einungis 10 lönd sem komust áfram.

Ísland tryggði sér sæti í úrslitakeppni Bocuse d´Or og lenti í 4. sæti, en úrslitakeppnin verður haldin í Lyon í Frakklandi í júní 2021.

Það var Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson sem keppti fyrir hönd Íslands. Aðstoðarmaður Sigurðar var Gabríel Kristinn Bjarnason og þjálfari var Þráinn Freyr Vigfússon.

Úrslitin í Evrópukeppni Bocuse d´Or 2020:

1. sæti – Noregur – 1993 stig

2. sæti – Danmörk – 1962 stig

3. sæti – Svíþjóð – 1960 stig

4. sæti – Ísland – 1905 stig

5. sæti – Finnland – 1902 stig

6. sæti – Frakkland – 1851 stig

7. sæti – Eistland – 1843 stig

8. sæti – Sviss – 1803 stig

9. sæti – Ungverjaland – 1777 stig

10. sæti – Ítalía – 1679 stig

Besti aðstoðarmaðurinn – Anni PERÄKYLÄ

Besti fiskrétturinn – Ísland

Besti kjötrétturinn – Frakkland

Fréttin verður uppfærð

Fleiri Bocuse d´Or fréttir hér.

 

Mynd: aðsend

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið