Keppni
Ísland í 4. sæti – Grétar Matt: „… þetta setur meiri eldmóð í það að vinna heimsmeistaratitilinn seinna í ár“
Úrslitin í Evrópumeistaramótinu í kokteilagerð í Tírana, Albaníu eru kunngjörð. Ísland lenti í 4. sæti en alls tóku 16 lönd þátt í keppninni.
Þau voru Armenía, Finnland, Georgía, Ungverjaland, Ísland, Ítalía, Svartfjallaland, Norður Makedónía, Pólland, Portúgal, Tyrkland, Sviss, Albanía, Þýskaland, Slóvenía og Búlgaría.
Sjá einnig: Evrópumeistaramótið í kokteilagerð – Grétar Matt: „að sjálfsögðu ætla ég mér taka bikarinn heim…“
Þetta telst vera glæstur árangur fyrir Ísland og góð upphitun fyrir heimsmeistaramótið í Róm sem fer fram í nóvember á þessu ári.
Keppt var í „Long Drink“ flokki og „flair“ og steig Grétar Matthíasson á stokk fyrir Íslands hönd í því fyrrnefnda með drykkinn sinn Mombay Mandarin.
„Ég er frekar svekktur því að jú, auðvitað vildi ég vinna. En þetta setur meiri eldmóð í það að vinna heimsmeistaratitilinn seinna í ár.“
Segir Grétar.
Hér eru svo heildar úrslitin í „Long Drink“ keppninni:
1. sæti Búlgaría
2. sæti Finnland
3. sæti Portúgal
Besta skreytingin: Svartfjallaland
Bestu faglegu vinnubrögðin: Ungverjaland
Pólland hreppti svo 1. sætið í „flair“ keppninni.
Hægt er að sjá frammistöðu Grétars á Instagram reikningi Barþjónaklúbbs Íslands: @bartendericeland
View this post on Instagram
Mynd: aðsend
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Markaðurinn3 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn2 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn1 dagur síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra







