Keppni
Ísland í 4. sæti – Grétar Matt: „… þetta setur meiri eldmóð í það að vinna heimsmeistaratitilinn seinna í ár“
Úrslitin í Evrópumeistaramótinu í kokteilagerð í Tírana, Albaníu eru kunngjörð. Ísland lenti í 4. sæti en alls tóku 16 lönd þátt í keppninni.
Þau voru Armenía, Finnland, Georgía, Ungverjaland, Ísland, Ítalía, Svartfjallaland, Norður Makedónía, Pólland, Portúgal, Tyrkland, Sviss, Albanía, Þýskaland, Slóvenía og Búlgaría.
Sjá einnig: Evrópumeistaramótið í kokteilagerð – Grétar Matt: „að sjálfsögðu ætla ég mér taka bikarinn heim…“
Þetta telst vera glæstur árangur fyrir Ísland og góð upphitun fyrir heimsmeistaramótið í Róm sem fer fram í nóvember á þessu ári.
Keppt var í „Long Drink“ flokki og „flair“ og steig Grétar Matthíasson á stokk fyrir Íslands hönd í því fyrrnefnda með drykkinn sinn Mombay Mandarin.
„Ég er frekar svekktur því að jú, auðvitað vildi ég vinna. En þetta setur meiri eldmóð í það að vinna heimsmeistaratitilinn seinna í ár.“
Segir Grétar.
Hér eru svo heildar úrslitin í „Long Drink“ keppninni:
1. sæti Búlgaría
2. sæti Finnland
3. sæti Portúgal
Besta skreytingin: Svartfjallaland
Bestu faglegu vinnubrögðin: Ungverjaland
Pólland hreppti svo 1. sætið í „flair“ keppninni.
Hægt er að sjá frammistöðu Grétars á Instagram reikningi Barþjónaklúbbs Íslands: @bartendericeland
View this post on Instagram
Mynd: aðsend

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni1 dagur síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Frétt10 klukkustundir síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss