Sverrir Halldórsson
Ísland á matvælasýningu í Sviss | Gunnar Karl mun sjá um eldamennsku á sýningunni
Íslandsstofa tekur þátt á hótel- og veitingahúsasýningunni Igeho sem haldin verður í Basel í Sviss dagana 23. – 27. nóvember næstkomandi.
Setja á upp þjóðarbás þar sem markmiðið er að kynna sérstöðu Íslands sem framleiðanda á úrvalshráefni til matargerðar, hreinleika náttúrunnar til sjávar og sveita og íslenska matarmenningu. Möguleiki verður að kynna allar matvörur s.s. kjöt og fisk sem og aðrar vörur sem tengjast hótel- og veitingahúsarekstri.
Matreiðslumeistarinn Gunnar Karl Gíslason mun sjá um eldamennsku á sýningunni
Igeho, sem haldin er annað hvert ár, er stór í sniðum og skiptist niður í nokkra vöru- og þjónustuflokka, fyrst og fremst á sviði matvæla. Þar fer fram viðamikil kynning á matvælaframleiðslu, bæði kjöti og fiski, drykkjarvöru og hvers kyns tækni. Um 80 þúsund gestir mæta jafnan á sýninguna og er stærsti hluti þeirra hótel- og veitingahúsaeigendur frá Sviss og Þýskalandi.
Þess má geta að Svisslendingar setja afar strangar kröfur um vottun og sjálfbærar fiskveiðar og mun upprunamerki fyrir íslenskar sjávarafurðir og vottun sjálfbærra fiskveiða undir merkjum Iceland Responsible Fisheries verða kynnt á sýningunni.
Munum við á Veitingageirinn.is birta myndir og umfjöllun um þessa för Gunnars að henni lokinni.
Mynd: Aðsend

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun24 klukkustundir síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Parmigiano “Gran Moravia” Osta- og Pastaveisla – 7. mars – Upplifðu einstakt matarævintýri á Bacco Pasta