Markaðurinn
Ísey skyr vinnur til virtra verðlauna í Danmörku
Ísey skyr með bökuðum eplum vann heiðursverðlaun í skyrflokknum á matvælasýningunni International Food Contest sem haldin er í Herning í Danmörku dagana 3.-5. október. Ísey skyr með bökuðum eplum hlaut einkunnina 14,68 en hæsta mögulega einkunn er 15. Í framhaldinu var Ísey skyr tilnefnt í flokknum Besta mjólkurvaran í flokki neysluvara (International Food Contest – Konsum kategori) og sigraði þann flokk með glæsibrag. Þetta er í annað sinn sem íslensk vara hlýtur þessi eftirsóttu verðlaun en Mjólkursamsalan vann þau síðast fyrir Kókómjólk árið 2012.
„Það er í raun ótrúlegt að lítið mjólkursamlag eins og MS geti unnið flokkinn tvisvar sinnum. Ísey skyr er sú vara sem við leggjum mesta áherslu á og flytjum það nú þegar út til fimm landa á borð við England og Írland.
Til viðbótar erum við með sérstaka sérleyfissamninga við t.d. Danmörku, Noreg og Bandaríkin og erum í samningaviðræðum við fleiri áhugasama aðila um allan heim svo það er stór plús að við skyldum vinna hér í dag“
, sagði Auðunn Hermannsson, verkefnastjóri MS þegar hann veitti verðlaununum móttöku og var hann einstaklega ánægður að í þetta sinn var það íslenska skyrið sem vann.
Sjá einnig danska frétt um Ísey skyr: Islandsk skyr til tops i international mejeridyst
Gengi mjólkurvara frá MS í keppninni hefur alla tíða verið gott og er óhætt að segja að eigendur og starfsmenn fyrirtækisins séu stoltir af árangrinum, en ekki síður af því frábæra fagfólki sem íslenskur mjólkuriðnaður býr yfir. Til viðbótar vann íslenska skyrið til sjö annarra verðlauna í skyrflokknum en sá flokkur er stærsti einstaki flokkurinn í keppninni og meðal helstu keppinauta þar er skyr frá Arla.
Heildarlisti yfir verðlaun MS á matvælasýningunni International Food Contest 2017 er þessi:
- Besta mjólkurvaran í flokki neysluvara – Ísey skyr bökuð epli, 500 g
- Heiðursverðlaun í skyrflokki – Ísey skyr bökuð epli, 500 g
- Gull – Ísey skyr crème brûlée 170 g
- Gull – skyr bláberja, 500 g
- Silfur – Ísey skyr jarðarber, 500 g
- Silfur – Ísey skyr bláber, 170 g
- Brons – Skyr hreint, 500 g
- Brons – Ísey skyr vanilla, 170 g
- Brons – Ísey skyr sítrónusæla 170 g
Alla dóma og niðurstöður er að finna á heimasíðu sýningarinnar, foodcontest.dk
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði