Frétt
Innköllun vegna rangrar meðhöndlunar á frystivöru
Vegna mistaka í meðhöndlun sendingar, þiðnaði og endurfraus hluti af vörusendingu norður fyrir síðastliðna helgi, að því er fram kemur í tilkynningu frá Ísbílnum.
Ísbíllinn er lítið fjölskyldufyrirtæki sem byrjaði með einum bíl um hvítasunnuna árið 1994. Í dag rekur Ísbílaútgerðin ehf. 11 Ísbíla um allt land.
Vörurnar voru í sölu laugardaginn 8. júlí, sunnudaginn 9. júlí og mánudaginn 10. júlí í Eyjafirði, Skagafirði og A-Húnavatnssýslu.
Upplýsingar um þessa röngu meðhöndlun bárust eigendum Ísbílaútgerðarinnar ehf. fyrir helgi frá Samskipum.
Allar vörur sem kunna að hafa verið hluti af sendingunni hafa verið teknar úr sölu.
Eigendur hafa nú þegar byrjað á því að fara yfir verkferla til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig.
Endurgreiðsla vegna innköllunar á vörum er hafið og er hægt að nálgast einfalt endurgreiðsluform á vefsíðunni: www.isbillinn.is
Vörurnar sem um ræðir:
Ofurpakkinn
Toppapakkinn
Djæfpakkinn
Ísbílapakkinn
Ísbátar
Tívolí lurkar
Snæfríður
Lúxus Toppapakkinn
Lúxus Pinnapakkinn
Hlunkapakkinn
Flaugapakkinn
Tröllapakkinn
Barnapakkinn
Íssamlokur
Mega Hit möndlu
Pirulo Vatnsmelónuís
Regnbogi
Monster
Draugaís
Konfetti
Hindberjatoppar
Rjómastangir
Valsoia Hafratoppar
Valsoia Pistasíupinnar
Valsoia Íssmákökur
DelMonte Mango Smoothie
DelMonte Hindberja Smoothie
Fisherman Fiskibollur
Fisherman Gellur
Fisherman Þorskur í tempura
Harðfiskur Steinbítur
Rækja
Ýsuflök
Þorskflök
Mynd: isbillinn.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni4 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt3 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift: Kjúklingalasagna með rjómaosti og spínati
-
Starfsmannavelta1 dagur síðan
Veitingageirinn titrar: Bloomin’ Brands með umfangsmiklar uppsagnir
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Panera Bread lokar tveimur bakaríum í Kaliforníu og segir upp 350 starfsmönnum
-
Markaðurinn1 dagur síðan
90 cm gaseldavél til sölu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Lykill að starfsánægju: Hvernig forðumst við kulnun og eflum lífskraftinn?