Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Icelandair Hótel Hérað óskar eftir matreiðslumanni

Birting:

þann

 Hótel Hérað

Matreiðslumenn hótelsins eru Guðjón Rúnar Þorgrímsson og Davíð Þór Kristjánsson.  Guðjón hefur starfað hjá okkur í fjögur ár og Davíð í tvö ár en saman eru þeir búnir að gera frábæra hluti á austurlandinu og tileinkað sér hráefni úr heimabyggð.  Guðjón hefur setið í stjórn Austfirskra krása í þrjú ár en mikill kraftur er í þeim samtökum.

 

Á hótel Héraði er 100 manna veitingastaður sem fékk glæsilega andislyftingu á síðasta ári, einnig 100 manna ráðstefnu og viðburða salur.  Mest er að gera á sumrin en ráðstefnur, árshátíðir, viðskiptatraffík og heimamenn einkenna veturna.  Við erum á hreindýra, gæsa, rjúpna, sveppa og bláberja slóðum og nýtum það að krafti.  Hreindýrasteikin er stolt hússins og hreindýrahamborgararnir unaðslegir.  Ekki er langt í nýjan fisk af fjörðunum svo hráefnisflóran er spennandi.  Hér er hægt að skoða matseðilinn.

Hér má sjá myndband um Icelandair hótel Hérað:

 

Erum með nýjan viðargrill ofn sem skilar steikunum sérlega safaríkum. Eldhúsið er rúmgott og vinnuvænt. Brönsinn á sunnudögum á veturna er vinsæll hjá heimafólkinu sem og happy hour og barbitarnir á barnum á kvöldin.

En því miður er hann Davíð að fara að kveðja okkur og fara til annara starfa og okkur vantar að ráða áhugasaman, metnaðarfullan matreiðslumann til að vera í teyminu okkar og taka þátt í enn meiri uppbyggingu á austurlandi.

Sendu ferilskrá á sv@icehotels eða hringdu í síma 8400-149 Stefán Viðarsson eða 4711500 Auði Önnu fyrir nánari upplýsingar.

 

Myndir: aðsendar

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið