Frétt
Íbúar kærðu nánast allt vegna veitingastaðar
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað tveimur kærum íbúa við Frakkastíg vegna veitingastaðarins Roks sem stendur við Frakkastíg 26A. Önnur kæran beindist að allri stjórnsýslu borgarinnar, meðal annars deiliskipulagi, en hin að ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um að veita veitingastaðnum starfsleyfi.
Í kæru íbúa tveggja húsa við Frakkastíg sem ruv.is fjallar nánar um hér, kemur fram að þess var krafist að ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur yrði felld úr gildi og að starfsemi veitingahússins fylgi gríðarlegt ónæði sem skert hafi lífsgæði þeirra verulega.
Þá sögðu íbúarnir að hljóð- og lyktarmengun frá veitingastaðnum væri óviðunandi. Mikill hávaði væri frá loftblásara og ónæði vegna gesta á svölum og í garði veitingahússins.

Íbúar kærðu meðal annars vegna ónæði gesta á svölum og í garði veitingahússins.
Mynd: facebook / ROK restaurant
Myndir: facebook / ROK restaurant

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni3 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Keppni3 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum