Frétt
Íbúar kærðu nánast allt vegna veitingastaðar
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað tveimur kærum íbúa við Frakkastíg vegna veitingastaðarins Roks sem stendur við Frakkastíg 26A. Önnur kæran beindist að allri stjórnsýslu borgarinnar, meðal annars deiliskipulagi, en hin að ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um að veita veitingastaðnum starfsleyfi.
Í kæru íbúa tveggja húsa við Frakkastíg sem ruv.is fjallar nánar um hér, kemur fram að þess var krafist að ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur yrði felld úr gildi og að starfsemi veitingahússins fylgi gríðarlegt ónæði sem skert hafi lífsgæði þeirra verulega.
Þá sögðu íbúarnir að hljóð- og lyktarmengun frá veitingastaðnum væri óviðunandi. Mikill hávaði væri frá loftblásara og ónæði vegna gesta á svölum og í garði veitingahússins.

Íbúar kærðu meðal annars vegna ónæði gesta á svölum og í garði veitingahússins.
Mynd: facebook / ROK restaurant
Myndir: facebook / ROK restaurant
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni5 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn4 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Pistlar1 dagur síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn4 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn3 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir







