Frétt
Íbúar kærðu nánast allt vegna veitingastaðar
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað tveimur kærum íbúa við Frakkastíg vegna veitingastaðarins Roks sem stendur við Frakkastíg 26A. Önnur kæran beindist að allri stjórnsýslu borgarinnar, meðal annars deiliskipulagi, en hin að ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um að veita veitingastaðnum starfsleyfi.
Í kæru íbúa tveggja húsa við Frakkastíg sem ruv.is fjallar nánar um hér, kemur fram að þess var krafist að ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur yrði felld úr gildi og að starfsemi veitingahússins fylgi gríðarlegt ónæði sem skert hafi lífsgæði þeirra verulega.
Þá sögðu íbúarnir að hljóð- og lyktarmengun frá veitingastaðnum væri óviðunandi. Mikill hávaði væri frá loftblásara og ónæði vegna gesta á svölum og í garði veitingahússins.
Myndir: facebook / ROK restaurant
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Meðlæti með jólamatnum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Veitingastaðurinn Brixton opnar formlega
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Frétt4 klukkustundir síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa