Vertu memm

Frétt

Íbúar kærðu nánast allt vegna veitingastaðar

Birting:

þann

Reykjavík

Veitingastaðurinn Rok stendur við Frakkastíg 26A.

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað tveimur kærum íbúa við Frakkastíg vegna veitingastaðarins Roks sem stendur við Frakkastíg 26A. Önnur kæran beindist að allri stjórnsýslu borgarinnar, meðal annars deiliskipulagi, en hin að ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um að veita veitingastaðnum starfsleyfi.

ROK Restaurant - Frakkastíg 26a

ROK opnaði árið 2016
Mynd: facebook / ROK restaurant

Í kæru íbúa tveggja húsa við Frakkastíg sem ruv.is fjallar nánar um hér, kemur fram að þess var krafist að ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur yrði felld úr gildi og að starfsemi veitingahússins fylgi gríðarlegt ónæði sem skert hafi lífsgæði þeirra verulega.

Þá sögðu íbúarnir að hljóð- og lyktarmengun frá veitingastaðnum væri óviðunandi. Mikill hávaði væri frá loftblásara og ónæði vegna gesta á svölum og í garði veitingahússins.

ROK Restaurant - Frakkastíg 26a

Íbúar kærðu meðal annars vegna ónæði gesta á svölum og í garði veitingahússins.
Mynd: facebook / ROK restaurant

Myndir: facebook / ROK restaurant

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið