Viðtöl, örfréttir & frumraun
Í stað hátíðarkvöldverðarins mun Klúbbur matreiðslumeistara bjóða starfsfólki Landsspítalans til hádegisverðar
Hátíðarkvöldverður Klúbbs matreiðslumeistara hefur um árabil verið fastur punktur í skemmtanahaldi landans. Vegna Covid-19 heimsfaraldursins mun viðburðurinn sem átti að fara fram 9. janúar 2021 ekki fara fram.
Fjöldi fagfólks hefur unnið endurgjaldslaust að undirbúningi kvöldsins og undirbúið framúrskarandi upplifun sem um leið átti að vera helsta fjáröflun Klúbbs matreiðslumeistara. Klúbbur matreiðslumeistara rekur Kokkalandsliðið og heldur keppnina um Kokk ársins, auk fjölda annarra verkefna sem miða að eflingu matarmenningu okkar Íslendinga.
Í tilkynningu segir að í stað hátíðarkvöldverðarins mun Klúbbur matreiðslumeistara bjóða starfsfólki Landsspítalans til hádegisverðar 9. janúar sem þakklætisvott fyrir mikla og óeigingjarna vinnu í Covid faraldrinum.
Mynd: Sigurjón Ragnar Sigurjónsson ljósmyndari

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni1 dagur síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Frétt10 klukkustundir síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss