Vertu memm

Uppskriftir

Hvítvínsþrúgan Riesling

Birting:

þann

Vínhérað

Hvítvínsþrúgan Riesling á rætur sínar að rekja til Rínarsvæðisins í Þýskalandi og einkennast vínin sem hún gefur af sér af höfugum, nánast blómlegum ilmi og mikilli sýrni. Þrúgan dregur jafnan ríkulegan dám af svæðinu þar sem hún er ræktuð, bæði loftslagi og jarðvegi, og því er áhugavert fyrir vínáhugafólk að bera saman Riesling-vín frá mismunandi svæðum.

Í nefi sem og munni eru gulir og sætir ávextir áberandi, ýmist apríkósur, gul epli, perur eða jafnvel ananas, og ásamt sýrninni gerir þetta Riesling að sérlega góðu matvíni með bragðmiklum, jafnvel sterkum mat.

Tælenskur og indverskur matur hreinlega kallar á gott Riesling, og ljóst kjöt (svín, kjúklingur, önd) fer jafnvel með þrúgunni og sjávarfang með afgerandi bragði á borð við krabba og rækjur.

© Vínnes

Mynd; úr safni

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið