Uppskriftir
Hvítvínsþrúgan Riesling
Hvítvínsþrúgan Riesling á rætur sínar að rekja til Rínarsvæðisins í Þýskalandi og einkennast vínin sem hún gefur af sér af höfugum, nánast blómlegum ilmi og mikilli sýrni. Þrúgan dregur jafnan ríkulegan dám af svæðinu þar sem hún er ræktuð, bæði loftslagi og jarðvegi, og því er áhugavert fyrir vínáhugafólk að bera saman Riesling-vín frá mismunandi svæðum.
Í nefi sem og munni eru gulir og sætir ávextir áberandi, ýmist apríkósur, gul epli, perur eða jafnvel ananas, og ásamt sýrninni gerir þetta Riesling að sérlega góðu matvíni með bragðmiklum, jafnvel sterkum mat.
Tælenskur og indverskur matur hreinlega kallar á gott Riesling, og ljóst kjöt (svín, kjúklingur, önd) fer jafnvel með þrúgunni og sjávarfang með afgerandi bragði á borð við krabba og rækjur.
© Vínnes
Mynd; úr safni

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt4 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Keppni4 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars