Uppskriftir
Hvítvínsþrúgan Riesling
Hvítvínsþrúgan Riesling á rætur sínar að rekja til Rínarsvæðisins í Þýskalandi og einkennast vínin sem hún gefur af sér af höfugum, nánast blómlegum ilmi og mikilli sýrni. Þrúgan dregur jafnan ríkulegan dám af svæðinu þar sem hún er ræktuð, bæði loftslagi og jarðvegi, og því er áhugavert fyrir vínáhugafólk að bera saman Riesling-vín frá mismunandi svæðum.
Í nefi sem og munni eru gulir og sætir ávextir áberandi, ýmist apríkósur, gul epli, perur eða jafnvel ananas, og ásamt sýrninni gerir þetta Riesling að sérlega góðu matvíni með bragðmiklum, jafnvel sterkum mat.
Tælenskur og indverskur matur hreinlega kallar á gott Riesling, og ljóst kjöt (svín, kjúklingur, önd) fer jafnvel með þrúgunni og sjávarfang með afgerandi bragði á borð við krabba og rækjur.
© Vínnes
Mynd; úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt3 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Markaðurinn10 klukkustundir síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla