Uppskriftir
Hvítvínsþrúgan Riesling
Hvítvínsþrúgan Riesling á rætur sínar að rekja til Rínarsvæðisins í Þýskalandi og einkennast vínin sem hún gefur af sér af höfugum, nánast blómlegum ilmi og mikilli sýrni. Þrúgan dregur jafnan ríkulegan dám af svæðinu þar sem hún er ræktuð, bæði loftslagi og jarðvegi, og því er áhugavert fyrir vínáhugafólk að bera saman Riesling-vín frá mismunandi svæðum.
Í nefi sem og munni eru gulir og sætir ávextir áberandi, ýmist apríkósur, gul epli, perur eða jafnvel ananas, og ásamt sýrninni gerir þetta Riesling að sérlega góðu matvíni með bragðmiklum, jafnvel sterkum mat.
Tælenskur og indverskur matur hreinlega kallar á gott Riesling, og ljóst kjöt (svín, kjúklingur, önd) fer jafnvel með þrúgunni og sjávarfang með afgerandi bragði á borð við krabba og rækjur.
© Vínnes
Mynd; úr safni
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt13 klukkustundir síðan
Sviðasulta og svínasulta valda sýkingum: Veisluþjónusta án starfsleyfis
-
Keppni2 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Frétt2 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé