Markaðurinn
Hvernig er best að elda fisk?
Fyrir þá sem vilja vera með alveg á hreinu hvernig best er að elda fisk þá hafa matreiðslumenn Hafsins tekið saman nokkrar pottþéttar aðferðir sem virka hvort sem á að grilla, sjóða eða steikja fisk.
Raspaður fiskur
Steiktur á pönnu.
Steikið fiskinn í olíu á vel heitri pönnu á báðum hliðum í c.a 5 til 8 mínútur eða þar til að hann er orðinn gylltur á lit. Gott er að bæta smá smjöri á pönnuna þegar eldun er hálfnuð til að fá fallegri áferð og betra bragð.
Steiktur í ofni.
Íslenskt smjör eftir smekk, fiskur í raspi frá Hafinu.
Hitið ofninn í 200°C. Setjið smjör í bitum í botninn á eldföstu móti, raðið fiskinum yfir og setjið smjörklípur yfir fiskinn. Sett í ofn í ca. 20 mínútur
Meðlæti sem við mælum með:
Lauksmjör, remúlaði Hafsins, hrásalat, kartöflur, rúgbrauð og kaldar sósur Hafsins.
Ath! Ofnar eru mismunandi og er upphitunartíminn aðeins til viðmiðunar.
Soðinn fiskur
Vatnið er hitað að suðu án þess að setja lokið á pottinn. Bætið í vatnið salti og smjörklípu, setjið fiskinn í bitum ofan í pottinn, setjið lokið á og slökkvið undir. Látið standa á heitri hellunni í 5-10 mínútur en fer eftir stærð bitana.
ATH þarf ekki að salta vatnið ef notað er nætursaltaður fiskur.
Meðlæti sem við mælum með:
Soðnar kartöflur, rúgbrauð, lauksmjör, hamsatólg og brætt smjör
Fiskréttir Hafsins
Fiskur í sósu sem er gratíeraður í ofni:
Setjið fiskréttinn í eldfast mót og rifinn ost yfir. Forhitið ofninn í 180°C (blástur). Eldið fiskinn í ofninum í c.a 25-30 mínútur. ATH gott er að setja soðin hrísgrjón undir fiskinn í eldfasta mótið fyrir eldun.
Fiskréttir Hafsins:
Setjið fiskréttinn í eldfast mót. Forhitið ofninn í 180°C (blástur). Eldið fiskinn í ofninum í ca. 20-25 mínútur.
Meðlæti sem við mælum með:
Hrísgrjón, soðnar eða bakaðar kartöflur, ferskt salat, sætar kartöflur og kaldar sósur frá Hafinu fiskverslun.
Ath! Ofnar eru mismunandi og er upphitunartíminn aðeins til viðmiðunar.
Plokkfiskur Hafsins
Setjið plokkfiskinn í eldfast mót. Við mælum með að setja vel af osti yfir. Bakist í ofninum í ca. 25-30 mínútur eða þangað til að osturinn er orðinn gullinn brúnn og plokkfiskurinn er orðinn heitur í gegn.
Meðlæti sem við mælum með:
Kartöflur, ferst salat, rúgbrauð og smjör.
Ath! Ofnar eru mismunandi og er upphitunartíminn aðeins til viðmiðunar.
Steiktur fiskur
Aðferð:
Hitið olíu á pönnu, ef fiskurinn er ókryddaður þá má krydda fiskinn með salti og pipar eða öðrum skemmtilegum kryddum. Leggið fiskinn á heita pönnuna, ef fiskurinn er með roði þá fer það fyrst niður. Steikið þar til fiskurinn er hálfeldaður og roðið stökkt, snúið við og klárið eldunina í 2 – 3 mínútur.
Setjið smjör út á pönnuna í lokin, og nóg af því!
Meðlæti sem við mælum með:
Hrísgrjón, soðnar eða bakaðar katröflur, ferskt salat, sætar kartöflur og kaldar sósur frá Hafinu fiskverslun.
Fiskibollur
Eldað í ofni við 180°C í 20-25min Ath! Ofnar eru mismunandi og er upphitunartíminn aðeins til viðmiðunar.
Meðlæti sem við mælum með:
Bakaðar eða soðnar kartöflur, salat, brún sósa með eða án lauk, lauksmjör eða karrý sósa.
Grillaður fiskur
Flestar fisktegundir má grilla en hentugasti fiskurinn á grillið er þéttur í sér eins og bleikja, lax, langa, steinbítur, hlýri, lúða og skötuselur.
Hitinn á grillinu er eitt það mikilvægasta þegar kemur að því að grilla fiskinn og hann er best grillaður við mjög háan, beinan hita í stuttan tíma. Þessi snöggi og hái hiti hjálpar til við að loka fiskinum strax, hann verður safaríkari og festist síður við grillið.
Gætið þess að þerra fiskinn vel áður. Penslið grillgrindina með olíu, það kemur í veg fyrir að fiskurinn festist við hana og hjálpar til við að skapa fallegar grillrákir.
Leggið fiskinn með roðhliðina niður á mitt grillið þar sem hitinn er mestur. Forðist kaldari staði á grillinu og óbeinan hita. Best er að leggja fiskinn á ská á grindina, það býr til fallegustu grillrákirnar auk þess sem auðveldara verður að lyfta fiskinum af grindinni seinna. Einnig er hægt að setja fiskinn á álbakka einnota eða margnota til að forðast að hann festist við grillið.
Athugið að heill fiskur þarf svolítið lengri tíma en flök eða steikur. Þegar góðar grillrákir eru komnar á fiskinn notið þá steikargaffalinn til að lyfta honum aðeins og rennið spaða undir hann. Einnig má nota tvo þunna spaða, renna þeim undir fiskinn frá báðum endum og hvolfa honum svo. Grillið fiskinn áfram á hinni hliðinni undir loki. Takið fiskinn af grillinu um leið og hann er tilbúinn.
Eldunartími og hitastig er mjög misjafnt eftir því hvað er grillað hverju sinni og þarf hver og einn að fikra sig áfram til að ná fullkomnun á grillinu. En oftast þarf fiskurinn minni tíma en maður heldur.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni17 klukkustundir síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Keppni4 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast