Pistlar
Hvenær verður starfsnám að vinnu?
Vinnustaðaeftirlit hefur verið stórhert að frumkvæði ASÍ, undir yfirskriftinni Einn réttur ekkert svindl! Undirritaður var ráðinn inn í verkefnið af MATVÍS sem fulltrúi félagsins í þessu eftirliti og ekki vantar verkefnin, sér í lagi í ferðamanna iðnaðinum sem hefur vaxið ört nú á síðustu árum.
Víða er pottur brotinn í starfsemi sem snýr að ferðaþjónustunni. Mikið hefur verið rætt og ritað um sjálfboðaliðastörf og nú í auknum mæli starfsnám. Nú virðist sem mörg hótel og gististaðir haldi því fram að þau geti tekið að sér nema í starfsnám án þess að vera með fagmenntaða aðila til að leiðbeina þeim. Starfsnemarnir þurfa að skila af sér fullri vinnuviku sem samanstendur af 40 vinnustundum og þurfa að ganga í öll störf á viðkomandi vinnustað. Þessir „nemar“ eru ekki á launaskrá og þiggja því ekki laun, eru þar af leiðandi ekki með íslenska kennitölu, ekki skráðir í landið og ekki tryggðir. Þeirra réttur er enginn á íslenskum vinnumarkaði en atvinnurekanda allur.
Þetta er því ekkert annað en nútímaþrælahald þar sem ungt fólk er notað í vinnu, gengur í öll störf á hótelum og gistiheimilum, gegn því að fá fæði og húsnæði og í einhverjum tilfellum dagpeninga sem eru í mesta lagi 50 þús. krónur á mánuði. Að ógleymdu því sem heldur þessum „nemum“ í gíslingu er umsögn sem þau verða að fá frá atvinnurekanda sínum eftir „námið“ því það er það sem nauðsynlegt er að hafa með sér eftir dvölina hér til að eiga möguleika á að útskrifast úr sínu námi erlendis.
Lögin eru einföld hér á landi. Ef þú ert á vinnumarkaði þá skalt þú vera með íslenska kennitölu, vera á launskrá og fá greitt að lágmarki samkvæmt þeim kjarasamningi sem gildir fyrir þitt starf. Þessir starfsnemar koma ekki eftir hinni hefðbundnu viðurkenndu leið, þeir eru í vinnu og eiga að vera skráðir með kennitölu, tryggðir og fá greitt fyrir sína vinnu. Annað er brot á lögum og ætti að vera fylgt hart eftir af öllum eftirlitsstofnunum sem koma að eftirliti með vinnumarkaði.
Óskar Hafnfjörð Gunnarsson
Varaformaður MATVÍS og eftirlitsfulltrúi

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni5 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt4 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Keppni16 klukkustundir síðan
Nýr vettvangur fyrir brauð-sérfræðinga: Heimsmeistaramót brauð-sommelier í fyrsta sinn
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Veitingageirinn titrar: Bloomin’ Brands með umfangsmiklar uppsagnir
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Panera Bread lokar tveimur bakaríum í Kaliforníu og segir upp 350 starfsmönnum
-
Markaðurinn2 dagar síðan
90 cm gaseldavél til sölu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Lykill að starfsánægju: Hvernig forðumst við kulnun og eflum lífskraftinn?