Ágúst Valves Jóhannesson
Hussein Mustapha – Vox – Veitingarýni – F&F
Gestakokkur Vox á Food and Fun þetta árið er Hussein Mustapha en hann er yfirmatreiðslumeistari konsept veitingahússins Mielcke & Hurtigkarl í Kaupmannahöfn sem staðsett er í lystigarði Konunglega garðyrkjufélagsins á Fredriksberg.
Á Mielcke & Hurtigkarl eru gerðar forvitnilegar og spennandi tilraunir með nýstárlega matargerð þar sem matur, hönnun, innréttingar og listaverk margra af færustu nútímalistamönnum Dana skapa stórkostlega heildarupplifun fyrir öll skynfærin.
Á Vox er alltaf skemmtilegt að setjast niður, stór salur með opnu eldhúsi þannig að það er hægt að sjá allt sem fer fram á línunni. Þar starfa miklir fagmenn og maður býst alltaf við því besta þegar maður stígur þar inn.
Þessi réttur var framsettur í bamboo gufuboxi. Á efri hæð boxins var vafið kál með dressingu, óvænt og skemmtilegt. Á neðri hæðinni voru svo ostrurnar með eplakúlum sem voru mjög ljúffengar.
Smokkfiskur í bollu, bragðgott og það er alltaf gaman að fá bonito enda virðist það alltaf vera sprelllifandi.
Hörpuskelin var í tartar með rækju, þangi og mysukrapi. Mjög kaldur réttur.
Skötuselurinn var vel eldaður, óvænt frekar volgur, hefði mátt vera brennheitur, súrt ponzu soð og stökk svínseyru gerðu mikið fyrir skötuselinn. Vel heppnaður réttur.
Klárlega síðsti réttur á matseðlinum.
Spot on eftirréttur. Ferskur og kaldur í senn. Algjört nammi, hreinsaði diskinn.
Hjartans þakkir til Hussein Mustapha og starfsfólk eldhússins. Þjónustan var frábær hjá Hróðmari sem sá um okkur, mjög fagleg og skemmtileg á sama tíma.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt2 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Keppni3 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Frétt4 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði