Ágúst Valves Jóhannesson
Hussein Mustapha – Vox – Veitingarýni – F&F
Gestakokkur Vox á Food and Fun þetta árið er Hussein Mustapha en hann er yfirmatreiðslumeistari konsept veitingahússins Mielcke & Hurtigkarl í Kaupmannahöfn sem staðsett er í lystigarði Konunglega garðyrkjufélagsins á Fredriksberg.
Á Mielcke & Hurtigkarl eru gerðar forvitnilegar og spennandi tilraunir með nýstárlega matargerð þar sem matur, hönnun, innréttingar og listaverk margra af færustu nútímalistamönnum Dana skapa stórkostlega heildarupplifun fyrir öll skynfærin.
Á Vox er alltaf skemmtilegt að setjast niður, stór salur með opnu eldhúsi þannig að það er hægt að sjá allt sem fer fram á línunni. Þar starfa miklir fagmenn og maður býst alltaf við því besta þegar maður stígur þar inn.
Þessi réttur var framsettur í bamboo gufuboxi. Á efri hæð boxins var vafið kál með dressingu, óvænt og skemmtilegt. Á neðri hæðinni voru svo ostrurnar með eplakúlum sem voru mjög ljúffengar.
Smokkfiskur í bollu, bragðgott og það er alltaf gaman að fá bonito enda virðist það alltaf vera sprelllifandi.
Hörpuskelin var í tartar með rækju, þangi og mysukrapi. Mjög kaldur réttur.
Skötuselurinn var vel eldaður, óvænt frekar volgur, hefði mátt vera brennheitur, súrt ponzu soð og stökk svínseyru gerðu mikið fyrir skötuselinn. Vel heppnaður réttur.
Klárlega síðsti réttur á matseðlinum.
Spot on eftirréttur. Ferskur og kaldur í senn. Algjört nammi, hreinsaði diskinn.
Hjartans þakkir til Hussein Mustapha og starfsfólk eldhússins. Þjónustan var frábær hjá Hróðmari sem sá um okkur, mjög fagleg og skemmtileg á sama tíma.
![]()
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun20 klukkustundir síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn2 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Keppni4 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays












