Vertu memm

Markaðurinn

Hrekkjavöku skyrkaka

Birting:

þann

Hrekkjavöku skyrkaka - Karamellu skyrkaka

Þessi skyrkaka er dásamleg létt og góð, fullkomin sem eftirréttur eftir þunga máltíð eða bara hvenær sem manni langar í góða köku.

Gaman er að nota marengs draugana til að skreyta kökuna í kringum hrekkjavöku en einnig er hægt að leika sér með marengsinn við ólík tilefni.

Karamellu skyrkaka

Botn

200 g Lu kex

50 g pekanhnetur

100 g smjör

Setjið kex og hnetur saman í matvinnsluvél og myljið vel niður. Bræðið smjörið og bætið út í matvinnsluvélina ásamt flórsykri og hrærið saman í stutta stund.

Takið 20 cm form og setjið hráefnin í formið. Þrýstið því niður og meðfram hliðum, svo kantur myndist. Setjið síðan inn í ísskáp meðan fyllingin er útbúin.

Fylling

200 ml rjómi

400 g skyr (2 dósir)

100 g rjómaostur

4 msk flórsykur

Þeytið rjómann í einni skál og skyr, rjómaost og flórsykur í annarri. Bætið þá skyrinu saman við rjómann í 2-3 skömmtum og hrærið það rólega saman.

Takið þá formið út og hellið fyllingunni yfir kex botninn. Sléttið úr fyllingunni og setjið í stutta stund inn í ísskáp. Karamellunni er svo dreift yfir kökuna.

Leyfið henni að taka sig inn í ísskáp í 2-3 tíma og helst yfir nótt til þess að hún standi vel þegar skorið er í hana.

Karamellukrem

1 pk rjómakaramellur

100 ml rjómi

Sett saman í pott á miðlungshita og leyft að sjóða þangað til að karamellan leysist upp, u.þ.b. 5 mín. Leyfið að kólna aðeins.

Marengs draugar

100 g eggjahvítur

200 g sykur

Stillið ofninn á 90°c. Byrjið á því að hræra eggjahvíturnar saman og bætið sykrinum rólega saman við. Stífþeytið og setjið í sprautupoka með hringlaga stút. Sprautið draugana með því að gera eina doppu fyrir búk og tvær minni fyrir hendur. Held að myndin sýni best hvernig þeir eru í laginu.

Hægt er að sjá fleiri hrekkjavöku uppskriftir hér.

Hrekkjavöku skyrkaka - Karamellu skyrkaka

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið