Uppskriftir
Hreindýra carpaccio
Það er auðvelt að laga hreindýra carpaccio. Timjan, rósmarín, svartur pipar, ólífuoíía og smá salt er sett í matvinnsluvél og búin til kryddjurtaolía.
Kjötið er snyrt, sett í bakka og olíunni hellt yfir. Allt plastað vel og geymt í kæli yfir nótt.
Því næst er kjötið sett í plastfilmu og rúllað upp í pylsur og fryst. Svo er það skorið örþunnt í áleggshníf og raðað á disk.
Þeir sem hafa ekki aðgang að áleggshníf geta skorið pylsuna niður í þunnar sneiðar með hníf og svo barið þær út með kjöthamri.
Meðlæti:
Ristaðar furuhnetur
Rifinn parmesan ostur
Klettasalat
Parmesan rjómi
250 ml af rjóma er sett í pott og suðan fengin upp. 250 g rifinn parmesanostur bætt út í og hrært vel þar til osturinn er bráðnaður.
Sigtað í dall og látið kólna og þá er hægt að kúla þetta eins og ís og setja ofan á.
Höfundur: Björn Bragi Bragason matreiðslumeistari
Mynd: Eiríkur Ingi Bengtsson Helgason
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt6 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Starfsmannavelta1 dagur síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður