Vertu memm

Uppskriftir

Hreindýra carpaccio

Birting:

þann

Matreiðslumaður ársins 2015

Björn Bragi Bragason

Það er auðvelt að laga hreindýra carpaccio. Timjan, rósmarín, svartur pipar, ólífuoíía og smá salt er sett í matvinnsluvél og búin til kryddjurtaolía.

Kjötið er snyrt, sett í bakka og olíunni hellt yfir. Allt plastað vel og geymt í kæli yfir nótt.

Því næst er kjötið sett í plastfilmu og rúllað upp í pylsur og fryst. Svo er það skorið örþunnt í áleggshníf og raðað á disk.

Þeir sem hafa ekki aðgang að áleggshníf geta skorið pylsuna niður í þunnar sneiðar með hníf og svo barið þær út með kjöthamri.

Meðlæti:

Ristaðar furuhnetur
Rifinn parmesan ostur
Klettasalat
Parmesan rjómi

250 ml af rjóma er sett í pott og suðan fengin upp. 250 g rifinn parmesanostur bætt út í og hrært vel þar til osturinn er bráðnaður.

Sigtað í dall og látið kólna og þá er hægt að kúla þetta eins og ís og setja ofan á.

Höfundur: Björn Bragi Bragason matreiðslumeistari

Mynd: Eiríkur Ingi Bengtsson Helgason

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið