Uppskriftir
Hreindýra carpaccio
Það er auðvelt að laga hreindýra carpaccio. Timjan, rósmarín, svartur pipar, ólífuoíía og smá salt er sett í matvinnsluvél og búin til kryddjurtaolía.
Kjötið er snyrt, sett í bakka og olíunni hellt yfir. Allt plastað vel og geymt í kæli yfir nótt.
Því næst er kjötið sett í plastfilmu og rúllað upp í pylsur og fryst. Svo er það skorið örþunnt í áleggshníf og raðað á disk.
Þeir sem hafa ekki aðgang að áleggshníf geta skorið pylsuna niður í þunnar sneiðar með hníf og svo barið þær út með kjöthamri.
Meðlæti:
Ristaðar furuhnetur
Rifinn parmesan ostur
Klettasalat
Parmesan rjómi
250 ml af rjóma er sett í pott og suðan fengin upp. 250 g rifinn parmesanostur bætt út í og hrært vel þar til osturinn er bráðnaður.
Sigtað í dall og látið kólna og þá er hægt að kúla þetta eins og ís og setja ofan á.
Höfundur: Björn Bragi Bragason matreiðslumeistari
Mynd: Eiríkur Ingi Bengtsson Helgason
-
Bocuse d´Or6 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Frétt3 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn2 dagar síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Keppni2 dagar síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis
-
Markaðurinn14 klukkustundir síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi






