Uppskriftir
Hreindýra carpaccio
Það er auðvelt að laga hreindýra carpaccio. Timjan, rósmarín, svartur pipar, ólífuoíía og smá salt er sett í matvinnsluvél og búin til kryddjurtaolía.
Kjötið er snyrt, sett í bakka og olíunni hellt yfir. Allt plastað vel og geymt í kæli yfir nótt.
Því næst er kjötið sett í plastfilmu og rúllað upp í pylsur og fryst. Svo er það skorið örþunnt í áleggshníf og raðað á disk.
Þeir sem hafa ekki aðgang að áleggshníf geta skorið pylsuna niður í þunnar sneiðar með hníf og svo barið þær út með kjöthamri.
Meðlæti:
Ristaðar furuhnetur
Rifinn parmesan ostur
Klettasalat
Parmesan rjómi
250 ml af rjóma er sett í pott og suðan fengin upp. 250 g rifinn parmesanostur bætt út í og hrært vel þar til osturinn er bráðnaður.
Sigtað í dall og látið kólna og þá er hægt að kúla þetta eins og ís og setja ofan á.
Höfundur: Björn Bragi Bragason matreiðslumeistari
Mynd: Eiríkur Ingi Bengtsson Helgason
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni3 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn3 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 klukkustundir síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn4 dagar síðanDrykkur kynnir glæsilega jólagjafapakka fyrir fyrirtæki og vini






