Uppskriftir
Hreindýra carpaccio
Það er auðvelt að laga hreindýra carpaccio. Timjan, rósmarín, svartur pipar, ólífuoíía og smá salt er sett í matvinnsluvél og búin til kryddjurtaolía.
Kjötið er snyrt, sett í bakka og olíunni hellt yfir. Allt plastað vel og geymt í kæli yfir nótt.
Því næst er kjötið sett í plastfilmu og rúllað upp í pylsur og fryst. Svo er það skorið örþunnt í áleggshníf og raðað á disk.
Þeir sem hafa ekki aðgang að áleggshníf geta skorið pylsuna niður í þunnar sneiðar með hníf og svo barið þær út með kjöthamri.
Meðlæti:
Ristaðar furuhnetur
Rifinn parmesan ostur
Klettasalat
Parmesan rjómi
250 ml af rjóma er sett í pott og suðan fengin upp. 250 g rifinn parmesanostur bætt út í og hrært vel þar til osturinn er bráðnaður.
Sigtað í dall og látið kólna og þá er hægt að kúla þetta eins og ís og setja ofan á.
Höfundur: Björn Bragi Bragason matreiðslumeistari
Mynd: Eiríkur Ingi Bengtsson Helgason

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt4 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Keppni4 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars