Uppskriftir
Holl hrákaka með hindberjum
Botn:
- 1/2 bolli hráar möndlur (pecan hnetur eða valhnetur ganga líka)
- 1/2 bolli mjúkar Medjool döðlur (þarf að taka steina úr)
- ¼ tsk. sjávarsalt
Fylling:
- 1 ½ bolli kasjúhnetur (láta þær liggja í bleyti í að minnsta kosti fimm klukkustundir, en yfir nótt er best)
- safi úr tveimur sítrónum
- fræin af einni vanillustöng (eða 1 tsk. vanilluþykkni)
- 1/3 bolli kalt pressuð kókosolía, brædd
- 1/3 bolli hunang (fast eða fljótandi, eða agavesíróp)
- 1 bolli hindberjum (þídd ef notuð eru fryst ber)
Aðferð
Setjið hnetur og döðlur í matvælavinnslu með sjávarsalti og vinnið saman þar til þau eru maukuð. Þegar hráefnið hefur blandast fullkomlega saman er deigið tilbúið fyrir botninn. Smyrjið honum út í form með smjörpappír á.
Hitið kókosolíu og hunang í litlum potti á lágum hita þar til bráðnar. Hrærið saman.
Setjið allt (nema hindber) í matvinnsluvél eða blandara, vinnið eins vel saman og vélin þolir. Smá þolinmæði gerir grunninn betri. Helltu um 2/3 af blöndunni út á botninn og sléttið með spaða. Bætið hindberjum við restina af grunninum og blandið saman. Hellið ofan á fyrsta lagið af fyllingu til að gera rautt lag og skreytið með berjum. Setjið í frysti þar til það hefur harðnað.
Takið kökuna úr frysti 30 mínútum áður en hún er framreidd. Geymið afganginn í frystinum.
Höfundur er Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumaður. Uppskrift þessi var birt í Bændablaðinu og er birt hér með góðfúslegu leyfi þeirra.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt2 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit