Keppni
Hinrik Örn Lárusson er Kokkur ársins árið 2024 – Bjarki Snær er Grænmetiskokkur ársins
Hinrik Örn Lárusson hjá Lux veitingum sigraði í keppninni Kokkur ársins árið 2024 en keppnin fór fram í IKEA í dag. Ísak Aron Jóhannsson ZAK veitingar hafnaði í öðru sæti og Wiktor Pálsson hjá Speilsalen í Noregi lenti í þriðja sæti.
Keppnin var gríðarlega hörð en Kokkur ársins 2024 er ekki bara besti kokkur landsins þetta árið heldur hlýtur sigurvegarinn þátttökurétt fyrir Íslands hönd í Nordic Chef of the Year 2025. Keppendur í keppninni í dag nutu aðstoðar fyrsta árs nema í Hótel- og matvælaskólans í MK.
Það var Bjarki Snær Þorsteinsson frá Lux veitingum sem vann titilinn Grænmetiskokkur ársins 2024 fyrstur allra en þetta er í fyrsta sinn sem keppt eru um titillinn. Monica Daniela Panait hjá Hóteli Geysi hafnaði í öðru sæti og Þórarinn Eggertsson hjá Smakk veitingum lenti í þriðja sæti. Keppnin Grænmetiskokkur ársins fram í gær og nutu keppendurnir aðstoðar nema af matvælabraut Fjölbrautaskóla Suðurlands.
Verðlaunin voru afhent á sérstaki verðlaunahátíð í IKEA undir kvöldið þar sem keppendur, meðlimir í Klúbbi matreiðslumeistara, aðstandendur keppenda og velunnarar keppninar komu saman. IKEA er aðalbakhjarl Klúbbs Matreiðslumeistara í þessum keppnum og hefur verið það síðustu ár en síðan 2022 hefur keppnin verið haldin í versluninni þeirra en þar voru sett upp 5 keppniseldhús þar sem gengið er út úr versluninni inná sjálfsafgreiðslulagerinn.
Það er Klúbbur matreiðslumeistara sem á og rekur keppnirnar Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins. Þórir Erlingsson var að vonum ánægður með keppnina en elur af sér landsliðsfólk og keppnisfólk sem bara beinustu leið í fremstu víglínu matreiðslukeppna í heimunum. Skemmst er að geta þess að Íslenska landsliðið lenti í 3. sæti á Ólympíuleikunum í matreiðslu í Stuttgart núna í febrúar.
Myndir: Mummi Lú

-
Markaðurinn4 klukkustundir síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Markaðurinn5 dagar síðan
ÓJ&K-ÍSAM – Opnunartímar apríl og maí 2026
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kokkafatnaður fyrir lítil og stór eldhús – sjáðu úrvalið á netinu eða í verslun
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Zendaya hjálpar Tom Holland að skapa nýjan bjór án áfengis – Tom Holland: „Ég vil hjálpa öðrum“
-
Starfsmannavelta1 dagur síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu