Keppni
Hinrik Örn Lárusson er Kokkur ársins árið 2024 – Bjarki Snær er Grænmetiskokkur ársins
Hinrik Örn Lárusson hjá Lux veitingum sigraði í keppninni Kokkur ársins árið 2024 en keppnin fór fram í IKEA í dag. Ísak Aron Jóhannsson ZAK veitingar hafnaði í öðru sæti og Wiktor Pálsson hjá Speilsalen í Noregi lenti í þriðja sæti.
Keppnin var gríðarlega hörð en Kokkur ársins 2024 er ekki bara besti kokkur landsins þetta árið heldur hlýtur sigurvegarinn þátttökurétt fyrir Íslands hönd í Nordic Chef of the Year 2025. Keppendur í keppninni í dag nutu aðstoðar fyrsta árs nema í Hótel- og matvælaskólans í MK.
Það var Bjarki Snær Þorsteinsson frá Lux veitingum sem vann titilinn Grænmetiskokkur ársins 2024 fyrstur allra en þetta er í fyrsta sinn sem keppt eru um titillinn. Monica Daniela Panait hjá Hóteli Geysi hafnaði í öðru sæti og Þórarinn Eggertsson hjá Smakk veitingum lenti í þriðja sæti. Keppnin Grænmetiskokkur ársins fram í gær og nutu keppendurnir aðstoðar nema af matvælabraut Fjölbrautaskóla Suðurlands.
Verðlaunin voru afhent á sérstaki verðlaunahátíð í IKEA undir kvöldið þar sem keppendur, meðlimir í Klúbbi matreiðslumeistara, aðstandendur keppenda og velunnarar keppninar komu saman. IKEA er aðalbakhjarl Klúbbs Matreiðslumeistara í þessum keppnum og hefur verið það síðustu ár en síðan 2022 hefur keppnin verið haldin í versluninni þeirra en þar voru sett upp 5 keppniseldhús þar sem gengið er út úr versluninni inná sjálfsafgreiðslulagerinn.
Það er Klúbbur matreiðslumeistara sem á og rekur keppnirnar Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins. Þórir Erlingsson var að vonum ánægður með keppnina en elur af sér landsliðsfólk og keppnisfólk sem bara beinustu leið í fremstu víglínu matreiðslukeppna í heimunum. Skemmst er að geta þess að Íslenska landsliðið lenti í 3. sæti á Ólympíuleikunum í matreiðslu í Stuttgart núna í febrúar.
Myndir: Mummi Lú
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun22 klukkustundir síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun21 klukkustund síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Frétt3 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt3 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Keppni5 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux