Vertu memm

Keppni

Hinrik Örn Lárusson er Kokkur ársins árið 2024 – Bjarki Snær er Grænmetiskokkur ársins

Birting:

þann

Hinrik Örn Lárusson er Kokkur ársins árið 2024 - Bjarki Snær er Grænmetiskokkur ársins 2024

Sigurvegararnir Bjarki Snær Þorsteinsson og Hinrik Örn Lárusson

Hinrik Örn Lárusson hjá Lux veitingum sigraði í keppninni Kokkur ársins árið 2024 en keppnin fór fram í IKEA í dag.  Ísak Aron Jóhannsson ZAK veitingar hafnaði í öðru sæti og Wiktor Pálsson hjá Speilsalen í Noregi lenti í þriðja sæti.

Hinrik Örn Lárusson er Kokkur ársins árið 2024 - Bjarki Snær er Grænmetiskokkur ársins 2024

Ísak Aron Jóhannsson, Hinrik Örn Lárusson og Wiktor Pálsson

Keppnin var gríðarlega hörð en Kokkur ársins 2024 er ekki bara besti kokkur landsins þetta árið heldur hlýtur sigurvegarinn þátttökurétt fyrir Íslands hönd í Nordic Chef of the Year 2025. Keppendur í keppninni í dag nutu aðstoðar fyrsta árs nema í Hótel- og matvælaskólans í MK.

Það var Bjarki Snær Þorsteinsson frá Lux veitingum sem vann titilinn Grænmetiskokkur ársins 2024 fyrstur allra en þetta er í fyrsta sinn sem keppt eru um titillinn.  Monica Daniela Panait hjá Hóteli Geysi hafnaði í öðru sæti og Þórarinn Eggertsson hjá Smakk veitingum lenti í þriðja sæti. Keppnin Grænmetiskokkur ársins fram í gær og nutu keppendurnir aðstoðar nema af matvælabraut Fjölbrautaskóla Suðurlands.

Hinrik Örn Lárusson er Kokkur ársins árið 2024 - Bjarki Snær er Grænmetiskokkur ársins 2024

Monica Daniela Panait, Bjarki Snær Þorsteinsson og Þórarinn Eggertsson

Verðlaunin voru afhent á sérstaki verðlaunahátíð í IKEA undir kvöldið þar sem keppendur, meðlimir í Klúbbi matreiðslumeistara, aðstandendur keppenda og velunnarar keppninar komu saman. IKEA er aðalbakhjarl Klúbbs Matreiðslumeistara í þessum keppnum og hefur verið það síðustu ár en síðan 2022 hefur keppnin verið haldin í versluninni þeirra en þar voru sett upp 5 keppniseldhús þar sem gengið er út úr versluninni inná sjálfsafgreiðslulagerinn.

Það er Klúbbur matreiðslumeistara sem á og rekur keppnirnar Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins. Þórir Erlingsson var að vonum ánægður með keppnina en elur af sér landsliðsfólk og keppnisfólk sem bara beinustu leið í fremstu víglínu matreiðslukeppna í heimunum. Skemmst er að geta þess að Íslenska landsliðið lenti í 3. sæti á Ólympíuleikunum í matreiðslu í Stuttgart núna í febrúar.

Myndir: Mummi Lú

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið