Viðtöl, örfréttir & frumraun
Hinrik Carl vekur athygli í Japan – Kynnti norræna matargerð á heimssýningunni í Osaka og við Tsuji matreiðsluskólann
Hinrik Carl Ellertsson, íslenskur matreiðslumaður og kennari við Hótel- og matvælaskólanna í Menntaskólannum í Kópavogi, er nýkominn heim úr ferð til Japans sem vakti mikla athygli.
Yfir þrjátíu greinar birtust í japönskum og erlendum fjölmiðlum um heimsóknina, þar sem hann stóð fyrir kynningu á norrænni matargerð í Nordic Pavilion á heimssýningunni í Osaka 2025 og hélt jafnframt masterclass í hinum virta Tsuji matreiðsluskóla.
Kynning í Nordic Pavilion
Á heimssýningunni í Osaka tók Hinrik Carl þátt í að kynna norræna matarmenningu ásamt öðrum kokkum frá Færeyjum, með fjölbreyttum smáréttum sem endurspegluðu hráefna auð Norðurlandanna, nýsköpun í matargerð og þá sjálfbærni sem liggur til grundvallar norrænni matarmenningu.
„Það var einstakt að upplifa hve mikill áhugi er á norrænum mat. Gestir alls staðar að úr heiminum sýndu bæði forvitni og virðingu fyrir því hvernig við nýtum hráefnin á skapandi og ábyrgðan hátt, skemmtilegast var að elda með þara og þang og sýna þeim okkar leiðir til að nota hann“
sagði Hinrik Carl að kynningunni lokinni.
Japanska dagblaðið Osaka Daily lýsti viðburðinum svo:
„Þetta var ekki aðeins matur, heldur lifandi frásögn af náttúru og menningu Norðurslóða, sett fram með einfaldleika og reisn.“
Masterclass í Tsuji matreiðsluskólanum
Í framhaldi af heimssýningunni hélt Hinrik Carl ásamt samferðamönnum sínum, Gutti Winters sjónvarpskokkur frá Færeyjum og Sebastian Jiménez yfirkokkur á Ræst í Færeyjum, masterclass í Tsuji matreiðsluskólanum, sem er einn virtasti matreiðsluskóli Japans og hefur útskrifað fjölda af fremstu kokkum Japans.
Þar kynntu þeir grunnhugsun norrænnar matargerðar: virðingu fyrir hráefnum, skýra bragðbyggingu og sjálfbæra nálgun. Viðtökur voru afar góðar og nemendur sýndu mikinn áhuga á þeirra nálgun.
„Að standa í eldhúsi með kennurum og nemendum við Tsuji var ógleymanleg reynsla.
Þetta var tækifæri til að miðla því hvernig við umbreytum jafnvel hógværum hráefnum í rétti sem segja sögu og vekja áhuga.
Virðing fyrir faginu er það sem stendur upp úr hjá mér held ég.“
sagði Hinrik Carl.
Í umfjöllun Japan Culinary News var námskeiðinu lýst sem
„einstakt tækifæri fyrir japanska nema til að læra af norrænum kokkum sem leggja áherslu á hreinleika bragðsins og sjálfbæra hugsun, samstarf sem getur haft áhrif á þróun alþjóðlegrar matargerðar.“
Arctic Young Chef verkefnið í brennidepli
Ferðin var jafnframt liður í áframhaldandi þróun Arctic Young Chef verkefnisins, sem tengir saman unga kokka frá Íslandi, Grænlandi, Færeyjum og Norður-Noregi. Verkefnið hefur hlotið lof fyrir nýsköpun í hráefnanýtingu, áherslu á sjálfbærni og framsækið alþjóðlegt samstarf.
„Það sem stendur upp úr er að sjá hversu mikil áhrif norræn matarmenning getur haft á alþjóðavettvangi.
Þetta snýst ekki einungis um að elda góðan mat, heldur líka um að miðla menningu, segja frá okkar sögu, ábyrgð og framtíðarsýn,“
sagði Hinrik Carl.
Í grein í Global Food Culture Magazine var heimsóknin nefnd; „lykilskref í að brúa bilið milli hefðar og nýsköpunar í matargerð, þar sem ungt fólk fær að leiða veginn.“
Ferðin hefur þannig ekki aðeins styrkt tengsl milli Norðurlanda og Japans heldur sýnt fram á þann kraft sem felst í því þegar kokkar, kennarar og nemendur koma saman til að deila þekkingu og reynslu.
Myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn3 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn1 dagur síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn2 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn2 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt1 dagur síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn13 klukkustundir síðanOpnunartími hjá Nathan um hátíðarnar












