Sverrir Halldórsson
Herrakvöld Kótilettufélags Togarajaxla | „..orðinn spenntur fyrir næstu veislu hjá þeim“
Herrakvöld Kótilettufélags Togarajaxla var haldið fimmtudagskvöldið 5. desember s.l. í Turninum. Uppistaðan í þessum hópi er fyrrverandi áhafnameðlimir á nýsköpunar- togaranum Hafliða sem gerður var út frá Siglufirði. Heimasíða þeirra er á vefslóðinni si2.is, og geta menn fræðst þar um viðkomandi félagsskap.
Við félagarnir náðum að koma okkur inn í þennann hóp og mættum á Herrakvöldið þeirra.
Á matseðlinum var:
Drykkjarföng voru malt og appelsín.
Lúbarðar lambakótilettur í raspi, sérvaldar og ekki fitusnyrtar, með sykurbrúnuðum kartöflum, grænum baunum, asíum, rauðkáli, rababarasultu, brúnni sósu og feiti.
Smakkaðist þetta alveg fantavel og því miður er leitun að svona góðum lettum á veitingastöðum borgarinnar.
Svo sagði Ásmundur Friðriksson sjóarasögur af mikilli innlifun og skellihló salurinn trekk í trekk, einnig tók til máls einn af forsvarsmönnum hópsins og gaf hann lítið eftir í sögum af sjónum, en þetta eru svona sögur sem sagðar voru þarna inni en fara ekki lengra.
Svo kom Ábætirinn og var þar boðið upp á coctailávexti með 3 tegundum af ís og þeyttum rjóma eins og var í gamla daga á sjónum á sunnudögum.
Þessi skemmtun var alveg þess virði að mæta og er ég orðinn spenntur fyrir næstu veislu hjá þeim.
Meðfylgjandi ljósmyndir tók Birgir Ingimarsson og eru birtar hér með góðfúslegu leyfi hans.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni5 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Keppni2 dagar síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Keppni19 klukkustundir síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Keppni3 dagar síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita
-
Keppni4 dagar síðan
Íslenskir barþjónar í sviðsljósinu: Barþjónakeppnin World Class er hafin á ný